Hansína Vigdís Jónsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Hansína Vigdís Jónsdóttir.

Hansína Vigdís Jónsdóttir frá Hálsi við Brekastíg 28, húsfreyja fæddist 8. október 1906 í Reykjavík og lést 10. júní 2006.
Foreldrar hennar voru Jón Benediktsson á Hálsi, verkamaður, bræðslumaður frá Finnbogastöðum í Trékyllisvík, Strand., f. 17. ágúst 1859, d. 22. september 1932 í Eyjum, og kona hans Helga Sigurbjarnardóttir húsfreyja, f. 11. nóvember 1883, d. 12. apríl 1970.

Börn Helgu og Jóns:
1. Hansína Vigdís Jónsdóttir húsfreyja, f. 8. október 1906 í Reykjavík, dþ 10. júní 2006.
2. Benedikt Hákon Jón Jónsson sjómaður, f. 1. september 1909 Dal við Kirkjuveg, d. 19. ágúst 1984.
3. Karítas Sæmunda Kristín Jónsdóttir, f. 3. febrúar 1917, d. 20. ágúst 1982.
4. Benedikt Óskar Jónsson, f. 9. júlí 1924, d. 27. september 1992.
Barn Helgu:
5. Þorbjörg Jónsdóttir, f. 25. september 1904, d. 6. mars 1988.

Hansína var með foreldrum sínum, flutti með þeim til Eyja 1908, var með þeim í Dal við Kirkjuveg 35, í Bræðraborg við Njarðarstíg 3 1910, á Kornhól við Strandveg 1 1920, á Hálsi 1922 og 1923.
Hansína Vigdís flutti til Reykjavíkur 18 ára 1924.
Þau Karl Frederik Ottó Einarsson giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Reykjavík.
Karl lést 1978 og Hansína 2006.

I. Maður Hansínu var Karl Frederik Ottó Einarsson sápu- og kertagerðarmaður, verksmiðjustjóri, verkstjóri, f. 15. desember 1904, d. 17. mars 1978. Foreldrar hans voru Einar Eyjólfsson, f. 1857, og Sigríður Ólafsdóttir, f. 14. mars 1864, d. 8. maí 1941. Fósturforeldrar hans voru Guðmundur Hannesson verkamaður, f. 10. október 1869, d. 7. júlí 1941 og kona hans Ingveldur Jónsdóttir húsfreyja, f. 22. maí 1868, d. 24. febrúar 1939.
Börn þeirra:
1. Guðmundur Karlsson, f. 18. ágúst 1927, d. 25. desember 1982. Hann flutti til Bandaríkjanna. Kona hans Hulda Ágústsdóttir.
2. Inga Dóra Karlsdóttir öryrki, f. 31. janúar 1931, d. 20. október 2008.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.