Haraldur Þorsteinsson (Nikhól)
Haraldur Þorsteinsson í Nykhól, verkamaður fæddist 5. janúar 1902 á Grímsstöðum í V-Landeyjum og lést 11. desember 1974.
Foreldrar hans voru Þorsteinn Jónsson bóndi, lengst í Voðmúlastaða-Suðurhjáleigu í A-Landeyjum, síðar í Nykhól í Eyjum, f. 2. október 1872 í Berjanesi í V-Landeyjum, d. 5. nóvember 1954, og kona hans Guðbjörg Jónsdóttir húsfreyja, síðar í Nykhól, f. 12. júní 1863 í Nesi í Aðaldal, S-Þing., d. 17. október 1947 í Eyjum.
Börn Guðbjargar og Þorsteins:
1. Þorsteinn Þorsteinsson útgerðarmaður í Lambhaga, f. 16. júní1893, d. 14. september 1937.
2. Soffía Katrín Þorsteinsdóttir húsfreyja í Odda, f. 31. júlí 1895, d. 21. maí 1978.
3. Guðjón Þorsteinsson útgerðarmaður í Húsavík, f. 20. ágúst 1896, d. 20. júní 1935.
4. Guðrún Þorsteinsdóttir húsfreyja í Lambhaga, f. 14. ágúst 1899, d. 4. september 1982.
5. Haraldur Þorsteinsson verkamaður á Grímsstöðum, f. 5. janúar 1902, d. 11. desember 1974.
6. Gissur Þorsteinsson kaupmaður, sölumaður, bóndi, f. 8. apríl 1903, d. 26. feb. 1975.
Haraldur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann fluttist til Eyja 1921, kvæntist Matthildi 1925. Þau eignuðust fimm börn, en misstu eitt þeirra á fyrsta ári þess. Þau bjuggu í Litla-Gerði við fæðingu Þóru 1925, en voru komin í Nykhól við Hásteinsveg 38 síðari hluta ársins, bjuggu þar, uns þau fluttust á Grímsstaði síðari hluta fimmta áratugarins.
Haraldur lést 1974 og Matthildur 1976.
I. Kona Haraldar, (24. október 1925), var Matthildur Málfríður Gísladóttir húsfreyja, f. 22. janúar 1898 í Norðurhjáleigu í Álftaveri, V-Skaft., d. 31. mars 1976.
Börn þeirra:
1. Þóra Haraldsdóttir húsfreyja, f. 4. apríl 1925 í Gerði, d. 13. apríl 2001.
2. Þorsteina Guðbjörg Haraldsdóttir, f. 14. júní 1926 í Nykhól, d. 27. mars 1927.
3. Gunnar Þorbjörn Haraldsson vélstjóri, húsvörður, f. 21. apríl 1928 í Nykhól d. 30. desember 2010.
4. Óskar Haraldsson netagerðarmeistari, f. 7. ágúst 1929 í Nykhól, d. 22. ágúst 1985.
5. Guðbjörg Erla Haraldsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, verkakona, f. 21. júlí 1931 í Nykhól, d. 5. júní 2018..
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.