Tómas Hreggviðsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 30. nóvember 2022 kl. 19:56 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. nóvember 2022 kl. 19:56 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Tómas Hreggviðsson''' bifvélavirki fæddist 24. febrúar 1935 í Reykjavík og lést 5. júní 2006.<br> Foreldrar hans voru Guðjón Hreggviður Jónsson frá Hlíð, bifvélavirkjameistari, tónlistarmaður, f. þar 17. ágúst 1909, d. 22. desember 1987, og kona hans Þórunn Jensdóttir, húsfreyja, f. 1. febrúar 1897 á Torfastöðum í Fljótshlíð, d. 24. febrúar 1975. Börn Þórunnar og Hreggviðs:<br> 1. Tómas Hreg...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Tómas Hreggviðsson bifvélavirki fæddist 24. febrúar 1935 í Reykjavík og lést 5. júní 2006.
Foreldrar hans voru Guðjón Hreggviður Jónsson frá Hlíð, bifvélavirkjameistari, tónlistarmaður, f. þar 17. ágúst 1909, d. 22. desember 1987, og kona hans Þórunn Jensdóttir, húsfreyja, f. 1. febrúar 1897 á Torfastöðum í Fljótshlíð, d. 24. febrúar 1975.

Börn Þórunnar og Hreggviðs:
1. Tómas Hreggviðsson, f. 24. febrúar 1935 í Reykjavík, d. 5. júní 2006.
2. Eyvindur Hreggviðsson, f. 20. ágúst 1936 í Reykjavík.

Tómas var með foreldrum sínum, flutti með þeim frá Reykjavík til Eyja 1938, bjó með þeim í Hlíð við Skólaveg 4b og við Sólhlíð 8.
Hann lærði bifvélavirkjun hjá föður sínum og vann við iðn sína. Þeir Eyvindur og faðir þeirra ráku bifreiðaverkstæði í Eyjum.
Tómas bjó síðar við Brimhólabraut 33, en síðast við Sóleyjargötu 3.
Tómas lést 2006, ókvæntur og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.