Sigurður Ingi Lúðvíksson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. nóvember 2022 kl. 19:19 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. nóvember 2022 kl. 19:19 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Sigurður Ingi Lúðvíksson''' matsveinn fæddist 10. mars 1944.<br> Foreldrar hans voru Knud Grytner, norðmaður, og Kristín Helga Sveinsdóttir, f. 10. janúar 1911, d. 28. ágúst 2008. Kjörfaðir hans varð Lúðvík Reimarsson, f. 31. ágúst 1920, d. 22. janúar 2003. Sigurður Ingi var með móður sinni og móðurbróður sínum í Njarðvíkum. Hann flutti til Eyja með móður sinni 7 ára gamall og varð kjörbarn Lúðvíks.<br> Sigurður Ingi nam í...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sigurður Ingi Lúðvíksson matsveinn fæddist 10. mars 1944.
Foreldrar hans voru Knud Grytner, norðmaður, og Kristín Helga Sveinsdóttir, f. 10. janúar 1911, d. 28. ágúst 2008. Kjörfaðir hans varð Lúðvík Reimarsson, f. 31. ágúst 1920, d. 22. janúar 2003.

Sigurður Ingi var með móður sinni og móðurbróður sínum í Njarðvíkum. Hann flutti til Eyja með móður sinni 7 ára gamall og varð kjörbarn Lúðvíks.
Sigurður Ingi nam í Hótel- og veitingaskólanum í Reykjavík.
Hann var sjómaður, matsveinn, m.a. á Stíganda, Halkion og Ísleifi.
Þau Ástfríður giftu sig, eignuðust tvö börn, en skildu.
Sigurður Ingi býr í Kópavogi.

I. Kona Sigurðar Inga, (skildu), er Ástfríður Árnadóttir, f. 9. október 1953. Foreldrar hennar voru Árni Árnason frá Bakka í Presthólahreppi, N.-Þing., f. 15. nóvember 1915, d. 31. júlí 1987, og Hólmfríður Kristveig Jónsdóttir frá Klifshaga í N.-Þing., f. 18. nóvember 1925, d. 8. júní 2008.
Börn þeirra:
1. Grétar Ingi Sigurðsson deildarstjóri á Selfossi, f. 3. desember 1976. Kona hans Sigríður Björnsdóttir.
2. Hildur Sigurðardóttir skrifstofumaður, býr í Danmörku, f. 9. september 1979. Maður hennar Guðmundur Kristjánsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.