Jónína Guðnadóttir (myndlistakona)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. nóvember 2022 kl. 17:32 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. nóvember 2022 kl. 17:32 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Jónína Guðnadóttir.

Jónína Guðnadóttir myndlistamaður, leirlistarmaður fæddist 16. september 1943 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Guðni Dagur Kristjánsson bakarameistari, f. 20. ágúst 1918 á Kroppsstöðum, N.-Ís., d. 12. nóvember 1972, og kona hans Stefanía Sigurðardóttir frá Skuld, húsfreyja, verslunarmaður, aðstoðarmaður tannlæknis f. 2. júní 1921, d. 18. júlí 2004.

Jónína var með foreldrum sínum í æsku, í Reykjavík, á Helgafellsbraut 8 og á Akranesi.
Hún nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1960–1962, Myndlistarskólann í Reykjavík 1962-1963, Konstfackskolan í Stokkhólmi 1963–1967 með Framhaldsári við Konstfackskolan í Stokkhólmi 1967-1968.

Jónína hefur unnið að list sinni.
Hún hefur haldið fjölda einksýninga, tekið þátt í mörgum samsýningum og á verk á söfnum víðs vegar:

Einkasýningar:
1968 Sýning tengd vígslu Norræna hússins í Reykjavík.
1968 Unuhúsi, Reykjavík.
1975 Norræna húsinu, Reykjavík.
1976 Gallerí Sólon Íslandus, Reykjavík.
1984 Gallerí Grjóti, Reykjavík.
1985 Hafnarborg, Hafnarfirði.
1986 Gallerí Grjóti, Reykjavík.
1989 FÍM-salnum, Reykjavík.
1990 Hafnarborg, Hafnarfirði.
1995 Listasafninu á Akureyri.
1996 Galleria Uusikuva, Kotka, Finnlandi.
1997 Kjarvalsstöðum, Reykjavík.
1998 Hafnarborg, Hafnarfirði.
1999 Kirkjuhvoli, Akranesi.
2001 Hringrás vatnsins, Hafnarborg, Hafnarfirði.
2005 Vötnin kvik, Hafnarborg, Hafnarfirði.
2005 Kirkjuhvoli, Akranesi.
2005 Kunstverein, Cuxhaven, Þýskalandi.
2005 Dansk Kulturcenter, Flensborg, Þýskalandi.
2009 Vættir, Hafnarborg, Hafnarfirði.
2010 Loft, láð og lögur, Gallerí Klaustur, Skriðuklaustri.
2012 Tilvistarlegur minimalismi, Listasafn Færeyja, Þórshöfn, Færeyjum.
2015 Vörður, Hafnarborg, Hafnarfirði.
2016 Breið, vitanum á Breiðinni, Akranesi.
2018 Malarrif, vitanum á Malarrifi, Snæfellsnesi.

Samsýningar:
1979 FÍM-sýningunni, Reykjavík.
1981 Galleri Plaisiren, Hässelby Slott, Stokkhólmi, Svíþjóð.
1982–1983 Scandinavian Modern Design, Cooper-Hewitt Museum, New York; Minnesota Museum of Art, St Paul og Renwick Gallery, Washington DC, Bandaríkjunum.
1984 Form Island, Finnska listiðnaðarsafninu, Helsinki, Finnlandi.
1987 Scandinavian Craft Today, Yurakucho Art Forum, Tókíó og The National Museum of Modern Art, Kyoto, Japan.
1988 Scandinavian Craft Today, American Craft Museum, New York; Cleveland Institute of Art, Cleveland, Ohio og The Fine Art Museum of the South, Mobile, Alabama, Bandaríkjunum.
1990 M-hátíð á Akranesi og í Reykholti.
1990 Nord Form, Malmö, Svíþjóð.
1992 Gallerí Ófeigi, Reykjavík.
1993 Nordic Scultpure, Ejdfjorden, Noregi.
1993 Sýning Myndhöggvarafélags Reykjavíkur, Hótel Örk, Hveragerði 1993 Haus 44, Isländische Kulturtage, Cuxhaven, Þýskalandi.
1993 4 + 1, samsýningu með finnskum listamönnum, Hafnarborg, Hafnarfirði.
1995 Íslenskri leirlist, Kjarvalsstöðum, Reykjavík.
1995 Altitudes, Artemisia Gallery, Chicago, Bandaríkjunum.
1996 Sýningu í Kirkjuhvoli, Akranesi.
1997 Sýningunni Hafnarfirskir listamenn, Hafnarborg, Hafnarfirði.
1997 Afmælissýningu Myndhöggvarafélags Reykjavíkur.
1998 Strandlengjunni, Myndhöggvarafélag Reykjavíkur og Reykjavíkurborg.
2000 Sjávarlist, verkið Himnaríki sett upp á Akranesi.
2001 – 2002 Eldhúsgallerí MHR.
2005 Island Kultur, Stockholms Auktionsverk, Svíþjóð.
2006 Postulín, Myndhöggvarafélag Reykjavíkur.
2008 Hafnfirskir myndlistarmenn 2008.
2008 Afmælissýning úr safnaeign Hafnarborgar.
2010 Eurpean Ceramic Context, Bornholms Kunstmuseum.
2014 Ummerki sköpunar, Hafnarborg, Hafnarfirði.

Verk á söfnum:
Listasafn Íslands.
Hafnaborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar.
Listasafn Kópavogs.
Kirkjugarðar Reykjavíkur.
Hjálpartækjabankinn (keypt af Rauða krossi Íslands) .
Listráð Cuxhaven, Þýskalandi.
Listasafn Reykjavíkur.
Utanríkisráðuneytið.
Listasafn Akureyrar.
Skattstofa Suðurlands.
Bóksafn Akraness.
Bókasafn Hafnarfjarðar.
GRASSI Museum für Angewandte Kunst, Leipzig.

Útilistverk:
Himnaríki, 2000 Akranesi.
Hringiða, 2009 Kárahnjúkum.

Önnur störf og viðurkenningar:
Var fyrsti deildarkennari við keramíkdeild Myndlista- og handíðaskólans.
Hefur hlotið starfslaun listamanna.
Hefur starfað í sýningarnefnd FÍM og setið í stjórn þess.
Fyrsti formaður Leirlistarfélagsins 1981-1984.
Var félagi í Galleríi Grjóti meðan það starfaði 1983-1989.
Formaður Íslandsdeildar Norræna myndlistarbandalagsins 1986-1990.
Kjörin formaður Norræna myndlistarbandalagsins 1990, fyrst Íslendinga til ársins 1993.
Sat í úthlutunarnefnd starfslauna listamanna 1994.
Fulltrúi SÍM í Myndstefi frá 1995.
Ritnefnd Myndhöggvarafélags Reykjavíkur 1999.
Stjórnarmaður í Myndhöggvarafélaginu 2000.
2006: Vann fyrstu verðlaun í lokaðri samkeppni um umhverfislistaverk við Kárahnjúkavirkjun.
Var útnefnd bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2007.
Tilnefnd til menningarverðlauna DV 2010.
Víðfeðmi, myndverk fyrir útflutningsverðlaun forseta Íslands 2014.
Jónína er félagi í SÍM (Sambandi íslenskra myndlistarmanna) og Myndhöggvarafélaginu í Reykjavík

Jónína eignaðist barn með Harald 1968.
Þau Kristján giftu sig 1970, eignuðust þrjú börn. Þau búa í Hafnarfirði.

I. Barnsfaðir Jónínu er Harald Gudberg Haraldsson leikari, f. 1. september 1943.
Barn þeirra:
1. Helga Kristín Haraldsdóttir íslenskufræðingur, vinnur hjá Aton J.L., f. 24. mars 1968.

II. Maður Jónínu, (28. mars 1970), er Kristján Henriksson Linnet lyfjafræðingur, f. 12. maí 1946.
Börn þeirra:
2. Svana Huld Linnet viðskiptafræðingur, forstöðumaður hjá Arionbanka, f. 25. september 1970. Maður hennar Finnbogi Gylfason.
3. Áshildur Linnet landfræðingur, mannréttindafræðingur, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum, síðar fulltrúi í félagsmálaráðuneytinu, f. 1. febrúar 1975. Maður hennar Hilmar Egill Sveinbjörnsson.
4. Úlfar Linnet verkfræðingur, f. 11. mars 1980. Kona hans Ragnheiður Þórdís Ragnarsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.