Eiríkur Magnússon (Bergi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. október 2022 kl. 14:19 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. október 2022 kl. 14:19 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Eiríkur Magnússon (Bergi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Eiríkur Magnússon frá Litlalandi í Hjallasókn, Árn, trésmiður fæddist þar 26. maí 1884 og lést 21. nóvember 1973.
Foreldrar hans voru Magnús Magnússon, f. 10. október 1842 í Þorlákshöfn, d. 14. apríl 1914, og kona hans Aldís Helgadóttir frá Læk í Ölfusi, húsfreyja, f. 26. nóvember 1842, d. 14. júlí 1920.

Börn Aldísar og Magnúsar í Eyjum:
1. Herdís Magnúsdóttir húsfreyja í Engidal, f. 14. júní 1868, d. 1. apríl 1953.
2. Eiríkur Magnússon á Bergi, trésmiður, f. 26. maí 1884, d. 21. nóvember 1973.

Eiríkur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann var trésmiður hjá verslun P.J. Thorsteinsen í Reykjavík 1910, en staddur á Bergi 2.
Hann fór til Ameríku 1911, var húsasmiður í Minnesota og síðar í San Diego í Kaliforníu.
Hann eignaðist barn með Hildi 1911.
Þau Halldóra giftu sig 1912, eignuðust fimm börn. Halldóra lést 1950 og Eiríkur 1973.

I. Barnsmóðir Eiríks var Hildur Guðmundsdóttir á Bergi, síðan á Eyrarbakka, f. 1. febrúar 1891, d. 23. mars 1966.
Barn þeirra:
1. Eiríkur Júlíus Eiríksson prestur, skólastjóri á Núpi í Dýrafirði, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, f. 22. júlí 1911 í Eyjum, d. 11. janúar 1987. Kona hans Sigríður Kristín Jónsdóttir.

II. Kona Eiríks, (3. október 1912), var Halldóra Ásgeirsdóttir frá Ósi í Steingrímsfirði, f. 3. mars 1890, d. 18. apríl 1950. Foreldrar hennar voru Ásgeir Snæbjörnsson bóndi á Ósi, f. 9. febrúar 1845, d. 31. mars 1905, og kona hans Elínborg Gísladóttir húsfreyja, f. 28. apríl 1850, d. 26. júlí 1919.
Börn þeirra:
1. Ásgeir Bjarni Magnúson, dó ungur.
2. Magnus Albert Magnuson rafmagnsverkfræðingur í San Diego, f. 16. nóvember 1917 í Minneapolis. Kona hans Shirley Arlene Dagbjartsdóttir frá Bolungarvík.
3. Ásgeir Ellert Magnuson major í Bandaríkjaher, bjó í Norður-Karólínu, f. 30. apríl 1919. Kona hans Rúna Björg Wíum.
4. Aldís Elínborg Magnuson húsfreyja í Spring Valley í Kaliforníu, f. 20. nóvember 1931 í San Diego. Maður hennar Bob Hugh Johnson vélamaður.
5. Jakobína Stefanía Magnuson húsfreyja í San Diego, Kaliforníu, f. 27. apríl 1936. Maður hennar James Schaubel skólavöruflutningabílstjóri.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.