Friðrik Þorsteinsson (framkvæmdastjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 5. október 2022 kl. 21:08 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. október 2022 kl. 21:08 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Friðrik Þorsteinsson. '''Friðrik Þorsteinsson''' framkvæmdstjóri, kennari, bókhaldari fæddist 4. apríl 1873 á Dyrhólum í Mýrdal og lést 28. janúar 1957 í Reykjavík.<br> Foreldrar hans voru Þorsteinn Hjörtur Árnason bóndi, hreppstjóri á Dyrhólum í Mýrdal, síðast í Eyjum, skírður 22. ágúst 1847, d. 10. nóvember 1914 á Löndum, og kona hans Matthildur Gu...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Friðrik Þorsteinsson.

Friðrik Þorsteinsson framkvæmdstjóri, kennari, bókhaldari fæddist 4. apríl 1873 á Dyrhólum í Mýrdal og lést 28. janúar 1957 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Þorsteinn Hjörtur Árnason bóndi, hreppstjóri á Dyrhólum í Mýrdal, síðast í Eyjum, skírður 22. ágúst 1847, d. 10. nóvember 1914 á Löndum, og kona hans Matthildur Guðmundsdóttir ljósmóðir, f. 15. ágúst 1847 á Prestbakka á Síðu, d. 14. febrúar 1937 í Eyjum.

Börn Matthildar og Þorsteins:
1. Friðrik Þorsteinsson kennari framkvæmdastjóri, bókhaldari, f. 4. apríl 1873, d. 28. janúar 1957.
2. Guðný Þorsteinsdóttir Björnæs húsfreyja í Reykjavík, f. 17. maí 1874, d. 24. nóvember 1964.
3. Gróa Sigríður Þorsteinsdóttir húsfreyja í London, f. 17. apríl 1875, d. 30. september 1973.
4. Elín Ragnheiður Þorsteinsdóttir húsfreyja í Görðum, f. 24. júní 1879, d. 27. febrúar 1968.
5. Elín Þorsteinsdóttir húsfreyja á Vestari Löndum, f. 3. janúar 1882, d. 28. júní 1978.
6. Matthildur Þorsteinsdóttir húsfreyja á Lundi, f. 31. desember 1887, d. 24. júlí 1960.

Friðrik var með foreldrum sínum á Dyrhólum til 1902, var lausamaður í Vík 1902-1907.
Hann var í verslunarskóla í Reykjavík 1907-1908, í verslunarskóla í Kaupmannahöfn 1911-1912.
Friðrik var kennari í Reynissókn í Mýrdal 1897-1898, í barnaskólanum í Vík 1901-1902 og 1905-1906.
Hann vann við Bryde-verslun í Vík 1900-1907, var bókhaldari á Eskifirði 1908-1911, flatningsmaður í Grimsby sumarið 1912, bókhaldari í Eyjum 1912-1914. Hann var við ýmis störf (laxveiði, lúðuveiði, skógarhögg, námugröft o.fl.) í British Columbia í Kanada 1914-1918. Friðrik var bókhaldari í Eyjum og síðan framkvæmdastjóri Ísfélagsins í 3 ár, bjó á Lundi, framkvæmdastjóri Reykhúss Reykjavíkur 1936-1939, bókhaldari í Reykjavík frá 1941.
Hann var ókvæntur og barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.