Matthildur Guðmundsdóttir (ljósmóðir)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Matthildur Guðmundsdóttir ljósmóðir fæddist að Prestbakkakoti á Síðu í V-Skaft. 15. ágúst 1847 og lézt að Löndum í Eyjum 14. febr. 1937.

Ætt og fjölskylda

Faðir Matthildar var Guðmundur bóndi á Fossi Síðu, síðar á Kálfafelli í Fljótshverfi, f. 13. marz 1818 á Núpum í Fljótshverfi í V-Skaft., d. 24. júlí 1868 á Kálfafelli, Guðmundsson bónda víða, en lengst á Núpum 1817-1840, á Fossi á Síðu 1843-dd, f. 1. júní 1787 á Hæðargarði í Landbroti, d. 24. apríl 1851 á Fossi, Hálfdanarsonar bónda lengst í Fagurhlíð í Landbroti 1792-1802, f. 1753 í Suðursveit, A-Skaft., d. 9. maí 1837 á Núpum, Guðbjargarson (stundum ritaður Gíslason), og konu Guðmundar í Fagurhlíð, Guðrúnar húsfreyju, f. 1753, d. 25. júní 1811, Einarsdóttur.
Móðir Guðmundar á Fossi og fyrri kona Guðmundar Hálfdanarsonar var Guðlaug húsfreyja, f. 4. október 1788 á Maríubakka, d. 2. júní 1844 á Fossi, Þorláksdóttir bónda á Maríubakka í Fljótshverfi, f. 1752, d. 20. júlí 1829 á Rauðabergi í Fljótshverfi, Árnasonar, og konu Þorláks á Maríubakka, Halldóru húsfreyju, f. 1751, d. 16. júlí 1816 í Seglbúðum í Landbroti, Gunnsteinsdóttur.

Móðir Matthildar og kona Guðmundar á Fossi var Guðný húsfreyja, f. 11. ágúst 1823 á Prestsbakka, d. 27. nóv. 1873, Pálsdóttir prests og prófasts á Prestbakka og í Hörgsdal, f. 17. maí 1797, d. 1. nóv. 1861, Pálssonar klausturhaldara, spítalahaldara og um tíma sýslumanns, búanda í Gufunesi 1801, f. 29. mars 1737, d. 8. febrúar 1819, Jónssonar, og síðari konu hans, Ragnheiðar húsfreyju, f. 10. október 1766, d. 24. ágúst 1840, Guðmundsdóttur.
Móðir Guðnýjar á Prestsbakka og fyrri kona sr. Páls, (7. apríl 1818, skildu með konungsleyfi 26. september 1842), var Matthildur húsfreyja, f. 27. september 1795 á Lágafelli í Mosfellssveit, d. 16. maí 1850 á Geirlandi á Síðu, Teitsdóttir bónda á Hittu í Mosfellssveit, f. 1756 í Reykjavík, Þórðarsonar, og konu Teits, Ástríðar húsfreyju, f. 1752, d. 22. ágúst 1825, Ingimundardóttur.
Fósturforeldrar Matthildar ljósmóður voru Árni Gíslason sýslumaður á Kirkjubæjarklaustri og Elín Árnadóttir frá Dyrhólum.

Maki (27. júlí 1872): Þorsteinn Hjörtur bóndi og hreppstjóri að Dyrhólum í Mýrdal, en búsettur í Eyjum frá 1905, f. 21. ágúst 1847, d. 10. nóv. 1914 að Löndum, Árnason bónda að Dyrhólum Hjartarsonar og Elínar Þorsteinsdóttur frá Dyrhólum.

Þau Þorsteinn Hjörtur eignuðust sex börn og voru þau öll á lífi 1910.
Þau voru:
1. Friðrik kennari í Mýrdal, síðar bókhaldari á Eskifirði, vann um skeið ýmiss störf í Kanada, framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja, en síðast bókhaldari í Rvk, f. 4. apríl 1873, d. 28. jan. 1957, ókv. og barnlaus.
2. Guðný húsfreyja, f. 17. maí 1874, d. 24. nóv. 1964.
Maki I: Jón Lúðvígsson skósmíðameistari á Seyðisfirði.
Maki II: Christian Björnæs, norskrar ættar, símaverkstjóri í Reykjavík.
3. Gróa Sigríður húsfreyja, f. 17. apríl 1875, flutti til Ameríku 1911, lézt þar 1973.
Maki I: Hallvarður Ólafsson, fluttist til Ameríku.
Maki II: Kristján Einarsson, búsettur í Ameríku.
4. Elín Ragnheiður húsfreyja, f. 24. júní 1879, d. 27. febr. 1968.
Maki: Jón Þorsteinsson bakari á Eskifirði.
5. Elín húsfreyja á Löndum, f. 3. jan. 1882, d. 28. júní 1978.
Maki: Friðrik Svipmundsson formaður og útgerðarmaður á Löndum, f. 15. apríl 1871 á Loftsölum í Mýrdal, d. 3. júlí 1935 í Reykjavík. Meðal barna þeirra var Ásmundur skipstjóri faðir Friðriks skipstjóra og skólastjóra.
6. Matthildur húsfreyja, f. 31. des. 1887, d. 24. júlí 1960.
Maki: Þórarinn Gíslason gjaldkeri á Lundi.

Nám og störf

Matthildur tók ljósmæðrapróf hjá Jóni Hjaltalín landlækni í Reykjavík 5. okt. 1871; framhaldsnám stundaði hún hjá Sigurði Ólafssyni lækni í Vík í Mýrdal og endurtók ljósmæðrapróf í Rvk sama ár.
Hún var bústjóri á búi fósturföður síns að Holti á Síðu frá 18 ára aldri um skeið. Ljósmóðir var hún í Dyrhólahreppsumdæmi 1. okt. 1871 – 30. maí 1905. Um hana skrifar Eyjólfur Guðmundsson bóndi og rithöfundur á Hvoli í Mýrdal (handrit): „...hún var sem læknir í byggðarlaginu sem um flest var vísað til, meðan héraðslæknir var ekki nær en vestur í Hvolhreppi eða austur á Síðu.“ Hún var heiðruð af konum í Dyrhólahreppi 1905.

Matthildur var starfandi ljósmóðir í Eyjum 1905 – 1922. Lengst dvaldi hún á heimili dóttur sinnar, Elínar á Löndum. Hún var blind síðustu æviárin.



Heimildir

  • Upphaflegur höfundur var Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Brynleifur Tobíasson: Hver er maðurinn Reykjavík: Bókaforlag Fagurskinna (Guðmundur Gamalíelsson), 1944.
  • Kennaratal á Íslandi. Reykjavík: Útgefandi Prentsmiðjan Oddi H.F., 1958-1988.
  • Ljósmæður á Íslandi. Reykjavík: Ljósmæðrafélag Íslands, 1984.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.