Gunnar Herbertsson (verkfræðingur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 9. ágúst 2022 kl. 14:34 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. ágúst 2022 kl. 14:34 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Gunnar Herbertsson. '''Gunnar Herbertsson''' vélaverkfræðingur fæddist 30. maí 1958 á Hólagötu 4.<br> Foreldrar hans voru Herbert Jóhann Sveinbjörnsson frá Núpsdal, bifvélavirki, f. 9. júlí 1925, d. 12. janúar 1984, og kona hans Sigríður Þóra Helgadóttir frá Seljalandsseli u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 3. september 1926, d. 4. mars 2022. B...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Gunnar Herbertsson.

Gunnar Herbertsson vélaverkfræðingur fæddist 30. maí 1958 á Hólagötu 4.
Foreldrar hans voru Herbert Jóhann Sveinbjörnsson frá Núpsdal, bifvélavirki, f. 9. júlí 1925, d. 12. janúar 1984, og kona hans Sigríður Þóra Helgadóttir frá Seljalandsseli u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 3. september 1926, d. 4. mars 2022.

Börn Sigríðar og Herberts:
1. Guðlaug Helga Herbertsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 5. október 1946 í Núpsdal. Maður hennar Guðmundur Þ. Halldórsson.
2. Henný Júlía Herbertsdóttir húsfreyja, skrifstofustjóri, býr í Garðabæ, f. 14. maí 1952 í Núpsdal. Maður hennar Reynir Sigurjónsson.
3. Ágústa Benný Herbertsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, býr í Kópavogi, f. 25. september 1956 á Hólagötu 4. Maður hennar Eyþór Björgvinsson.
4. Gunnar Herbertsson vélaverkfræðingur, f. 30. maí 1958 á Hólagötu 4. Kona hans Sigrún Einarsdóttir.

Gunnar var með foreldrum sínum, en þau skildu 1961, er hann var um þriggja ára. Hann var með móður sinni um skeið hjá móðurforeldrum sínum í Seljalandsseli u. Eyjafjöllum, síðan á Rauðalæk í Holtum og í Þorlákshöfn.
Hann varð stúdent í Menntaskólanum við Sund 1978, tók C.S.-próf í vélaverkfræði í Háskóla Íslands 1982, M.Sc-próf í burðarþolsfræði í DTH í Kaupmannahöfn 1984.
Gunnar var verkfræðingur hjá Verkfræðistofunni Fjarhitun sumrin 1982 og 1983, hjá Verkfræðistofu Guðmundar og Kristjáns hf. frá 1984 til 2007 og frá sameiningu þess fyrirtækis og Hönnunar í fyrirtækið Mannvit 2007 hefur hann unnið þar.
Þau Sigrún giftu sig 1983, eignuðust tvö börn.

I. Kona Gunnars, (6. ágúst 1983), er Sigrún Einarsdóttir kennari, f. 3. júlí 1961 í Reykjavík. Foreldrar hennar Einar Jón Jónsson vélstjóri, forstjóri í Hafnarfirði, f. 28. júní 1923 í Garðshorni í Arnardal, N.-Ís., d. 19. nóvember 1997, og kona hans Margrét Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 3. júní 1931 í Hafnarfirði.
Börn þeirra:
1. Hrund Gunnarsdóttir vélaverkfræðingur í Reykjavík, vinnur hjá Össuri h.f., f. 19. janúar 1984 í Danmörku. Maður hennar Ólafur Gylfason.
2. Kári Gunnarsson viðskiptafræðingur, sérfræðingur í fjármálum, vinnur hjá Saxobank í Kaupmannahöfn, f. 27. nóvember 1989 í Reykjavík, ókvæntur.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Gunnar.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.