Guðjón Runólfsson (Suður-Fossi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 4. apríl 2022 kl. 19:06 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 4. apríl 2022 kl. 19:06 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Guðjón Runólfsson''' frá Suður-Fossi í Mýrdal, sjómaður, útgerðarmaður fæddist þar 25. desember 1895 og lést 21. júní 1951 í Eyjum.<br> Foreldrar hennar voru Runólfur Runólfsson bóndi, f. 6. mars 1857, d. 22. nóvember 1924, og kona hans Guðný Ólafsdóttir húsfreyja, f. 4. apríl 1858, d. 18. janúar 1897. Börn Guðnýjar og Runólfs í Eyjum: <br> 1. Ragnhildur Runólfsdóttir húsfreyja, f. 26. október...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðjón Runólfsson frá Suður-Fossi í Mýrdal, sjómaður, útgerðarmaður fæddist þar 25. desember 1895 og lést 21. júní 1951 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Runólfur Runólfsson bóndi, f. 6. mars 1857, d. 22. nóvember 1924, og kona hans Guðný Ólafsdóttir húsfreyja, f. 4. apríl 1858, d. 18. janúar 1897.

Börn Guðnýjar og Runólfs í Eyjum:
1. Ragnhildur Runólfsdóttir húsfreyja, f. 26. október 188, d. 5. desember 1986.
2. Guðjón Runólfsson sjómaður, útgerðarmaður, f. 25. desember 1895 á Suður-Fossi, d. 21. júní 1951 í Eyjum.

Guðjón var með foreldrum sínum til 1903, var tökubarn í Reynisholti í Mýrdal 1903-1908, léttadrengur í Sólheimakoti þar 1908-1909, á Eyjarhólum þar 1903-1913.
Hann fór til Eyja 1913, var sjómaður, síðar útgerðarmaður, var m.a. meðal eigenda að Hjálparanum VE 232. Guðjón bjó lengi í Garðsauka við Vetmannabraut 27 og síðar á Helgafellsbraut 8, í Reykjavík 1945 og 1948.
Hann lést í Eyjum 1951.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.