Kristinn Guðmundsson (vélstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 2. febrúar 2022 kl. 18:10 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 2. febrúar 2022 kl. 18:10 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Jóhann ''Kristinn'' Guðmundsson''' sjómaður, vélstjóri, f. 3. nóvember 1904 á Kaldalæk á Vattarnesi við Reyðarfjörð og drukknaði 18. febrúar 1943, er m.s. Þormóður fórst.<br> Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson útvegsbóndi, f. 10. ágúst 1868, d. 5. október 1908, og kona hans Jónína Jónsdóttir húsfreyja, f. 19. ágúst 1877, d. 1. september 1906. Fósturforeldrar Kristins voru Kritján Indriðason bóndi á Þernunesi við Reyðarfjörð, f...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jóhann Kristinn Guðmundsson sjómaður, vélstjóri, f. 3. nóvember 1904 á Kaldalæk á Vattarnesi við Reyðarfjörð og drukknaði 18. febrúar 1943, er m.s. Þormóður fórst.
Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson útvegsbóndi, f. 10. ágúst 1868, d. 5. október 1908, og kona hans Jónína Jónsdóttir húsfreyja, f. 19. ágúst 1877, d. 1. september 1906. Fósturforeldrar Kristins voru Kritján Indriðason bóndi á Þernunesi við Reyðarfjörð, f. 6. janúar 1881, d. 19. febrúar 1962, og kona hans Lukka Friðriksdóttir húsfreyja, f. 2. október 1887, d. 31. október 1976

Kristinn missti foreldra sína í æsku. Móðir hans lést 1906 og faðir hans 1908.
Hann var tökubarn á Þernunesi 1909 og ólst þar upp.
Kristinn lærði vélstjórn og var sjómaður í Eyjum.
Þau Emelía bjuggu á Arnarnesi við Brekastíg 36 og á Sólbergi við Brekastíg 3. Þau skildu.
Kristinn var á m.s. Þormóði, er hann fórst 1943.

I. Kona Jóhanns Kristins, (skildu 1940), var Emelía Benediktsdóttir frá Ólafsvík, húsfreyja, f. 19. júlí 1906, d. 5. júlí 1993.
Börn þeirra:
1. Anna Helga Kristinsdóttir, f. 28. ágúst 1932, d. 23. ágúst 1995. Maður hennar Þór Georg Þorsteinsson, látinn.
2. Jón Guðmundur Kristinsson, f. 8. nóvember 1933, d. 12. febrúar 1986. Kona hans Fjóla Jóhanna Halldórsdóttir, látin.
3. Rudólf Kristinsson, f. 17. júlí 1936, ókvæntur.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.