Sigurjón Eiríksson (Boðaslóð)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. janúar 2022 kl. 10:33 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. janúar 2022 kl. 10:33 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Sigurjón Eiríksson (Boðaslóð)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Sigurjón Eiríksson verkamaður á Boðaslóð 1 fæddist 4. apríl 1896 í Skarðshlíð u. Eyjafjöllum og lést 19. febrúar 1976.
Foreldrar hans voru Eiríkur Ólafsson þurrabúðarmaður, vinnumaður, f. 24. júlí 1852 á Breiðabólstað á Síðu, d. 5. maí 1929, og kona hans Geirlaug Jónsdóttir húsfreyja, vinnukona, f. 9. júní 1851 í Breiðuhlíð í Mýrdal, d. 11. maí 1926.

Sigurjón var niðursetningur í Drangshlíðardal u. A. -Eyjafjöllum 1901, með foreldrum sínum hjá Bjarna bróður sínum í Ásólfsskála 1910, hjú í Holti u. V. Eyjafjöllum 1920.
Hann flutti til Eyja 1924, var leigjandi í Stakkholti við Vestmannabraut 49 með Guðrúnu og þrem börnum þeirra 1930. Þau voru komin á Boðaslóð 1 1931 og bjuggu þar síðan.
Guðrún lést 1964. Sigurjón bjó áfram á Boðaslóð, með 3 sonum sínum við Gos. Hann lést 1976.

I. Kona Sigurjóns, (1924), var Guðrún Pálsdóttir húsfreyja, f. 14. júní 1901 á Efra-Hvoli í Hvolhreppi, Rang., d. 13. desemberr 1964.
Börn þeirra:
1. Gústav Sigurður Sigurjónsson vörubílstjóri, verkstjóri, f. 15. ágúst 1926 í Stakkholti, d. 16. apríl 2006.
2. Jakob Sigurður Sigurjónsson vörubílstjóri, f. 23. júní 1928 í Stakkholti, d. 20. október 1979.
3. Sigurpáll Sigurjónsson, f. 15. janúar 1930 í Stakkholti, d. 25. september 1931.
4. Sigurpáll Óskar Sigurjónsson vörubílstjóri, f. 17. júlí 1931 á Boðaslóð, d. 10. apríl 1989.
5. Sveinn Adolf Sigurjónsson vörubílstjóri, f. 2. apríl 1934 á Boðaslóð, d. 3. janúar 1987.
6. Eymundur Garðar Sigurjónsson skrifstofumaður, f. 19. september 1937 á Boðaslóð, d. 25. október 1991.
7. Gaukur Geir Sigurjónsson bílstjóri hjá Áhaldahúsinu, f. 26. apríl 1939 á Boðaslóð.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.