Árni Pálsson (Auðsstöðum)
Árni Pálsson fæddist 16. apríl 1903 í Rangárvallasýslu og lést 17. mars 1961. Árið 1945 fluttist Árni til Vestmannaeyja og kvæntist Guðmundu Jóhannsdóttur. Þau eignuðust einn son, Pál múrarameistara. Þau bjuggu að Auðsstöðum við Brekastíg 15b.
Árni var matsveinn og stundaði sjómennsku alla tíð í Vestmannaeyjum.