Einar Guðmundsson (stýrimaður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. janúar 2022 kl. 11:22 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. janúar 2022 kl. 11:22 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: 250px|thumb|''Einar Guðmundsson. '''Einar Guðmundsson''' úr Reykjavík, sjómaður, stýrimaður fæddist 29. mars 1930 og lést 25. desember 1985.<br> Foreldrar hans voru Guðmundur Jóhannsson skipstjóri í Boston í Bandaríkjunum, f. 13. desember 1905, d. 3. júní 1978, og Halldóra Þorsteinsdóttir, f. 28. ágúst 1907, d. 14. janúar 1973. Einar lauk hinu meira fiskimannaprófi í Stýrimannaskólanum í Reykjavík...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Einar Guðmundsson.

Einar Guðmundsson úr Reykjavík, sjómaður, stýrimaður fæddist 29. mars 1930 og lést 25. desember 1985.
Foreldrar hans voru Guðmundur Jóhannsson skipstjóri í Boston í Bandaríkjunum, f. 13. desember 1905, d. 3. júní 1978, og Halldóra Þorsteinsdóttir, f. 28. ágúst 1907, d. 14. janúar 1973.

Einar lauk hinu meira fiskimannaprófi í Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1953.
Hann var sjómaður, stýrimaður á togurum og bátum, en vann í landi á sumrum. Eina vertíð var hann skipstjóri á báti í Eyjum. Við flutning til Eyja 1985 var hann í skipsrúmi á togaranum Bergey.
Þau Valdís giftu sig 1956, eignuðust 9 börn. Þau bjuggu í fyrstu á Hásteinsvegi 48, en um 1960 fluttu þau til Reykjavíkur, en til Kópavogs fluttu þau 1962.
Þau fluttu til Eyja 1985.
Einar lést á jólum 1985.

I. Kona Einars, (5. júní 1956), var Valdís Viktoría Pálsdóttir frá Héðinshöfða, húsfreyja, iðnverkakona, f. 14. september 1929 á Búðum í Fáskrúðsfirði, d. 3. janúar 2008.
Börn þeirra:
1. Páll Einarsson verslunarstjóri, f. 15. nóvember 1952 í Héðinshöfða við Hásteinsveg 36. Kona hans Sólveig Bogadóttir.
2. Guðmundur Einarsson, f. 25. ágúst 1957 í Héðinshöfða við Hásteinsveg 36. Kona hans Hafdís Ólafsdóttir.
3. Halldór Þór Einarsson, f. 27. ágúst 1958 að Hásteinsvegi 48, drukknaði 2. ágúst 1975.
4. Jónmundur Einarsson sjómaður, f. 4. apríl 1960 að Hásteinsvegi 48.
5. Einar Valur Einarsson verslunarmaður, f. 7. ágúst 1962. Kona hans Berglind Hallgrímsdóttir.
6. Logi Einarsson, f. 15. desember 1963. Kona hans Helga Eyjólfsdóttir.
7. Bára Þuríður Einarsdóttir, f. 10. apríl 1965. Maður hennar Páll Pálsson.
8. Kristín Snjólaug Einarsdóttir, f. 5. febrúar 1969. Barnsfeður Guðmundur Jónsson og Reynir Finnbogason.
9. Tómas Einarsson, f. 19. febrúar 1970. Barnsmóðir hans Berglind Jean Goldstein.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.