Kristín Óskarsdóttir (Birkihlíð)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. desember 2021 kl. 16:19 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. desember 2021 kl. 16:19 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Kristín Óskarsdóttir (Birkihlíð)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit
Kristín Óskarsdóttir.

Kristín Óskarsdóttir húsfreyja fæddist 27. júlí 1925 og lést 22. ágúst 2012 á hjúkrunarheimilinu Mörk í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Óskar Þorgils Pálsson, f. 22. maí 1902, d. 9. október 1964, og kona hans Lovísa Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 18. desember 1899, d. 7. janúar 1954.

Kristrún var með foreldrum sínum í æsku.
Hún barðist við berlaveiki á fyrri hluta ævinnar.
Þau Ármann giftu sig 1949, eignuðust 12 börn, en misstu fyrsta barn sitt á fyrsta ári þess. Þau voru bændur á Draghálsi í Svínadal, í Hömluholtum í Eyjahreppi á Snæfellsnesi og á Ytri-Bug við Ólafsvík, fluttu til Reykjavíkur og síðan til Eyja 1974.
Ármann lést 1988. Kristín flutti til Hafnarfjarðar, en dvaldi síðast á hjúkrunarheimilinu Mörk. Hún lést 2012.

I. Maður Kristínar, (20. mars 1949), var Ármann Bjarnfreðsson frá Efri-Steinsmýri í Meðallandi, bóndi, verkamaður, verkstjóri, fiskimatsmaður, f. 20. mars 1928, d. 9. júní 1988.
Börn þeirra:
1. Óskar Ármannsson, f. 22. júní 1946, d. 22. mars 1947.
2. Ingibjörg Dröfn Ármannsdóttir, f. 5. júní 1948. Maður hennar Ingvar Björgvinsson.
3. Björgvin Ármannsson, f. 13. október 1949. Kona hans Hrönn Bergþórsdóttir.
4. Hlynur Þór Ingólfsson, f. 15. nóvember 1950, ættleiddur. Kona hans Dísa Pálsdóttir.
5. Óskar Lúðvík Ármannsson, f. 16. september 1953. Kona hans Þóra Haraldsdóttir.
6. Bjarnfreður Ármannsson, f. 11. mars 1955. Kona hans Sigurlaug Garðarsdóttir.
7. Ægir Örn Ármannsson, f. 29. mars 1956. Kona hans Elín Jóhanna Eiríksdóttir.
8. Anna Jóna Ármannsdóttir, f. 28. ágúst 1957.
9. Guðný Björk Ármannsdóttir, f. 6. júlí 1961.
10. Þórleif Ármannsdóttir, f. 6. janúiar 1963. Maður hennar Frits Carlsen.
11. Erla Dögg Ármannsdóttir, f. 19. júlí 1964.
12. Sigurbergur Ármannsson, f. 2. mars 1968. Kona hans Karítas Valsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.