Brandur Eiríksson (Brandshúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 5. nóvember 2021 kl. 13:51 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. nóvember 2021 kl. 13:51 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Brandur Eiríksson tómthúsmaður, sjómaður á Hólnum og í Brandshúsi fæddist 2. maí 1798 í Ketihúsahaga á Rangárvöllukm og drukknaði 18. nóvember 1842.
Foreldrar hans voru Eiríkur Loftsson bóndi í Ketihúshaga á Rangárvöllum, f. 25. desember 1765, drukknaði 23. mars 1801, og kona hans Solveig Brandsdóttir húsfreyja, f. 1767, d. 13. nóvember 1829.

Brandur var með foreldrum sínum í æsku.
Brandur ólst upp með foreldrum sínum meðan beggja naut við, síðan með móður sinni og stjúpföður, Magnúsi Björnssyni, í Bolholti á Rangárvöllum.
Hann fór í vinnumennsku 1818, fór frá Reyðarvatni að Velli í Hvolhreppi 1831, var kominn til Eyja 1833, var þá á Miðhúsum með bústýruna Guðríði Sigurðardóttur, var tómthúsmaður í Brandshúsi með Solveigu og Magnúsi 1834, 1835 á Miðhúsum með sömu áhöfn og Guðríði vinnukonu, var tómthúsmaður í Brandshúsi 1836-39 með Solveigu Sigurðardóttur bústýru og barni þeirra Magnúsi, f. 1832 í Klofasókn og Guðríði vinnukonu.
1839 voru Solveig og Magnús farin upp á land, en Brandur bjó í Brandshjalli með bústýrunni Guðríði Sigurðardóttur.
1841 bjó hann þar með konu sinni Ingveldi Guðbrandsdóttur. Barn þeirra Solveig fæddist 1842, en dó mánuði eftir dauða föður síns.
Brandur fórst með Vigfúsi Bergssyni og 4 öðrum á leið í Elliðaey 1842.
Þeir, sem fórust, voru:
1. Vigfús Bergsson bóndi og hreppstjóri í Stakkagerði, 31 árs.
2. Guðmundur Sigurðsson bóndi á Oddsstöðum, 42 ára.
3. Brandur Eiríksson tómthúsmaður í Brandshúsi, 45 ára.
4. Einar Einarsson tómthúsmaður frá Kastala, 30 ára.
5. Magnús Sigmundsson sjómaður frá Oddsstöðum, 24 ára.
6. Sæmundur Runólfsson vinnumaður á Gjábakka, 22 ára.

I. Bústýra hans og barnsmóðir var Solveig Sigurðardóttir bústýra í Brandshúsi, f. 1792, á lífi 1860.
Barn þeirra var
1. Magnús Brandsson, f. 5. júlí 1832 á Rangárvöllum, d. 1884.(Sjá Arnard.ætt, bls. 638)

II. Barnsmóðir Brands var Sigríður Daníelsdóttir vinnukona, f. 20. febrúar 1804, d. 29. júlí 1885, dóttir Daníels Bjarnasonar og konu kans Guðnýjar Bergþórsdóttur.
Barn þeirra:
2. Elín Brandsdóttir vinnukona, f. 24. nóvember 1833, d. 17. desember 1921.

III. Kona Brands, (30. október 1841), var Ingveldur Guðbrandsdóttir húsfreyja, f. 23. júlí 1808, d. 29. júlí 1863.
Barn þeirra hér:
2. Solveig Brandsdóttir, f. 15. júlí 1842, d. 19. desember 1842 í Tómthúsi, „22 vikna af ginklofa“.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.
  • Vestfirzkar ættir. Arnardalsætt – Eyrardalsætt. Ari Gíslason og V.B. Valdimarsson.V.B. Valdimarsson 1959-1968.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.