Slysavarnadeildin Eykyndill

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 25. júlí 2006 kl. 14:12 eftir Margret (spjall | framlög) Útgáfa frá 25. júlí 2006 kl. 14:12 eftir Margret (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Slysavarnadeildin Eykyndill var stofnuð 25. mars 1934. Fyrsta stjórn félagsins var skipuð Sylvíu Guðmundsdóttur, Dýrfinnu Gunnarsdóttur, Katrínu Gunnarsdóttur, Magneu Þórðardóttur, Elínborgu Gísladóttur, Þorgerði Jónsdóttur og Soffíu Þórðardóttur. Á fyrsta starfsári Eykyndils gengu 264 konur í félagið. Aðalhvatamaður að stofnun Eykyndils var Páll Bjarnason skólastjóri ásamt eiginkonu sinni, Dýrfinnu Gunnarsdóttur.

Starfsemi félagsins gengur út á að koma í veg fyrir slys og hafa viðbúnað tilbúinn ef þau gerast. Er það bæði fyrir sjúkrastarfsemi á landi, s.s. í sjúkrabílinn, elliheimilið og á sjúkrahúsi, og fyrir sjávarútveginn, skip eru búin slysavarnatækjum frá Eykyndli og björgunarskýlið á Faxaskeri er að stórum hluta Eykyndli að þakka.


Heimildir

  • Sigríður Magnúsdóttir. Sjómannadagsblað Vestmannaeyja. 1965.