Elísabet Kristjánsdóttir (Flatey)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. júlí 2021 kl. 11:27 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. júlí 2021 kl. 11:27 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Elísabet Kristjánsdóttir (Flatey)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit
Elísabet Kristjánsdóttir.

Elísabet Kristjánsdóttir frá Flatey á Skjálfand, húsfreyja fæddist 20. nóvember 1934 í Nýjabæ þar og lést 27. janúar 2009 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Kristján Rafnsson frá Hóli í Köldukinn, S-Þing., útvegsbóndi í Vík og Nýjabæ í Flatey, f. 6. júní 1882, drukknaði 19. maí 1938, og kona hans Sigríður Sigtryggsdóttir frá Neðribæ í Flatey, f. þar 9. janúar 1894, d. 28. febrúar 1985.

Börn Sigríðar og Kristjáns í Eyjum voru:
1. Sigurður Kristjánsson sjómaður, matsveinn, útgerðarmaður, f. 2. maí 1918, d. 22. janúar 2000. Kona hans Guðrún Sveinsdóttir.
2. Ingibjörg Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 18. nóvember 1919, d. 23. apríl 2004. Maður hennar Sveinbjörn Guðmundsson.
3. Jóhanna Kristín Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 3. nóvember 1921, d. 12. október 1996. Maður hennar Guðlaugur Vigfússon.
4. Rafn Kristjánsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 19. maí 1924, d. 4. desember 1972. Kona hans Pálína Sigurðardóttir.
5. María Kristjánsdóttir starfsstúlka á Sjúkrahúsinu, matráðskona, f. 25. október 1931.
6. Elísabet Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 20. nóvember 1934, d. 27. janúar 2009. Maður hennar Sigurður Heiðar Stanleysson.

Elísabet var skamma stund með foreldrum sínum, því að faðir hennar lést, er hún var á fjórða árinu. Hún var með móður sinni næstu árin, en fór í fóstur til Jóhönnu Kristínar systur sinnar og Guðlaugs manns hennar að Helgafellsbraut 1 1947, var síðar hjá þeim á Kirkjubæjarbraut 1. Hún var skráð í Nýjabæ í Flatey 1951 og 1952.
Elísabet vann ýmis störf í Eyjum til 1965, er þau Sigurður fluttu til Reykjavíkur. Þar starfaði hún við matreiðslu og framreiðslu, vann í eldhúsi Kleppsspítala, á Hótel Loftleiðum á annan áratug og síðan í býtibúri hjúkrunarheimilisins Skjóls.
Þau Sigurður giftu sig 1954, eignuðust sex börn, en misstu eitt þeirra á fyrsta ári þess. Þau bjuggu á Hólagötu 23, á Heiðarvegi 13 og við Sólhlíð 24.
Þau fluttu til Reykjavíkur 1965, bjuggu í Skipasundi 5 og að Völvufelli 50.
Elísabet lést 2009 og Sigurður 2010.

I. Maður Elísabetar, (18. september 1954), var Sigurður Heiðar Stanleysson sjómaður, vélstjóri, síðar bifreiðastjóri og byggingaverkamaður, f. 9. október 1931 á Heiði, d. 21. janúar 2010.
Börn þeirra:
1. Sigrún Sigurðardóttir húsfreyja, f. 24. október 1954. Maður hennar Birgir Benediktsson.
2. Sigtryggur Sigurðsson sjómaður, f. 17. maí 1956, d. 30. september 2019. Barnsmæður hans Áslaug Hauksdóttir og Jónína Margrét Einarsdóttir.
3. Drengur, f. 1961, d. 1961.
4. Óskar Stanley Sigurðsson sjúklingur, f. 10. nóvember 1963.
5. Kristján Rafn Sigurðsson framkvæmdastjóri í Borgarnesi, f. 30. nóvember 1965. Barnsmóðir hans Kolbrún Matthíasdóttir. Kona hans Dagný Hjálmarsdóttir.
6. Sigurður Heiðar Sigurðsson rafvirki, f. 12. ágúst 1968. Barnsmæður hans Guðrún Ósk Hjaltadóttir og Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.