Helgafell

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. júlí 2006 kl. 22:31 eftir Frosti (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. júlí 2006 kl. 22:31 eftir Frosti (spjall | framlög) (leiðrétti leiðréttingu)
Fara í flakk Fara í leit

Einnig eru til tvö hús sem heita Helgafell.


Helgafell er myndarleg eldkeila sem árið 1973 fékk nágranna er fékk nafnið Eldfell.

Helgafell er 226 metra hátt eldfjall suðaustan á Heimaey.

Sólu roðið sumarský, svífur yfir Helgafelli“.

Þannig orti Sigurbjörn Sveinsson í þjóðsöng Vestmannaeyinga, „Yndislega eyjan mín“. Helgafell gaus síðast fyrir um fimm þúsund árum, fullvíst er talið, að gos úr fellinu hafi tengt saman Norðurklettana, Dalfjall og Stórhöfða og myndað Heimaey eins og við þekkjum hana í dag. Kaupstaðurinn stendur allur á Helgafellshrauni, sem ber þó mörg nöfn, t.d. Agðahraun og Strembuhraun.

Nafngift Helgafells er sögð vera sú að írskur þræll að nafni Helgi, sem hafði flúið eftir vígið á Hjörleifi, hafi verið drepinn þar af Ingólfi Arnarsyni og hans mönnum. Það er algengur misskilningur að eitthvað sé heilagt við Helgafell.


Helgafell.

Vörðurnar á brún fellsins eru leifar frá vaktstöðu heimamanna eftir Tyrkjaránið 1627. Vökumenn áttu að vera komnir á Helgafell fyrir sólarlag og vera fram á miðmorgun. Ef þeir yrðu varir við eitthvað grunsamlegt, skyldi annar þeirra hlaupa niður á Skans. Hinn átti að hringja kirkjuklukkunum.

Í hlíðum Helgafells er Helgafellsvöllur, knattspyrnuvöllur sem var gerður eftir gos.