Helgafellsvöllur

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Þessi knattspyrnuvöllur, við rætur Helgafells að vestan, varð til vegna vikurhreinsunar í Helgafelli. Vikrinum var rutt niður til vesturs, jafnað úr honum og þannig myndaðist hið ágætasta vallarstæði. Mold var síðan sett ofan á vikurinn og grasfræi sáð í hana. Grasvöllurinn var formlega tekinn í notkun árið 1978 og hefur aðallega verið notaður sem æfingavöllur auk þess sem hann hefur verið heimavöllur KFS, Knattspyrnufélagsins Framherja Smástundar.