Ágúst Elíasson (sjómaður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. febrúar 2021 kl. 10:57 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. febrúar 2021 kl. 10:57 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Sigfús ''Ágúst'' Elíasson''' sjómaður fæddist 29. september 1927 á Goðafelli og drukknaði 4. nóvember 1948.<br> Foreldrar hans voru Elías Sigfússon (verkamaður)...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sigfús Ágúst Elíasson sjómaður fæddist 29. september 1927 á Goðafelli og drukknaði 4. nóvember 1948.
Foreldrar hans voru Þórður Elías Sigfússon verkamaður, verkalýðsfrömuður, f. 17. mars 1900 á Valstrýtu í Fljótshlíð, d. 7. maí 1997 á Hrafnistu í Reykjavík, og fyrri kona hans Guðrún Jónsdóttir frá Kirkjulæk í Fljótshlíð, húsfreyja, f. þar 26. febrúar 1896, d. 28. ágúst 1930 í Eyjum.

Börn Guðrúnar og Elíasar:
1. Erna Kristín Elíasdóttir húsfreyja, f. 21. mars 1926 á Goðafelli, d. 17. apríl 2020. Maður hennar Garðar Stefánsson.
2. Sigfús Ágúst Elíasson sjómaður, f. 29. september 1927 á Goðafelli, d. 4. nóvember 1948.

Börn Elíasar og síðari konu hans Haraldínu Guðfinnu Einarsdóttur frá Burstafelli.
3. Sigfús Þór Elíasson prófessor í tannlækningum, f. 31. janúar 1944. Kona hans Ólafía Ársælsdóttir.
4. Einar Pálmar Elíasson iðnrekandi á Selfossi, f. 20. júlí 1935. Fyrri kona Sigríður Bergsteinsdóttir. Síðari kona Einars Anna Pálsdóttir.
Stjúpsonur Elíasar, sonur Guðfinnu:
5. Sigurbergur Hávarðsson rafeindavirki, f. 12. nóvember 1927, d. 30. ágúst 2015. Kona hans Anna Petrína Ragnarsdóttir.

Ágúst var með foreldrum sínum skamma stund, en móðir hans lést, er hann var tæpra þriggja ára. Hann fór í fóstur að Grjóta í Fljótshlíð 1930, til Sveins Teitssonar og Vilborgar Jónsdóttur, en var kominn til föður síns og Guðfinnu síðari konu hans 1932.
Ágúst var sjómaður, sigldi m.a. á Bretland á styrjaldarárunum. Hann féll milli skips og bryggju í Eyjum og drukknaði 1948.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.