Sigfús Þór Elíasson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Sigfús Þór Elíasson.

Sigfús Þór Elíasson tannlæknir, prófessor fæddist 31. janúar 1944 á Hásteinsvegi 15A.
Foreldrar hans voru Þórður Elías Sigfússon verkamaður, verkalýðsfrömuður, f. 17. mars 1900 á Valstrýtu í Fljótshlíð, d. 7. maí 1997 á Hrafnistu í Reykjavík, og síðari kona hans Guðfinna Einarsdóttir frá Burstafelli, húsfreyja, f. 22. júlí 1906 á Stuðlum í Norðfirði, d. 16. október 1999 í Reykjavík.

Börn Elíasar og fyrri konu hans Guðrúnar Jónsdóttur:
1. Erna Kristín Elíasdóttir húsfreyja, f. 21. mars 1926 á Goðafelli, d. 17. apríl 2020. Maður hennar Garðar Stefánsson.
2. Sigfús Ágúst Elíasson sjómaður, f. 29. september 1927 á Goðafelli, d. 4. nóvember 1948.

Börn Elíasar og síðari konu hans Haraldínu Guðfinnu Einarsdóttur frá Burstafelli.
3. Sigfús Þór Elíasson prófessor í tannlækningum, f. 31. janúar 1944. Kona hans Ólafía Ársælsdóttir.
4. Einar Pálmar Elíasson iðnrekandi á Selfossi, f. 20. júlí 1935. Fyrri kona Sigríður Bergsteinsdóttir. Síðari kona Einars Anna Pálsdóttir.
Stjúpsonur Elíasar, sonur Guðfinnu:
5. Sigurbergur Hávarðsson rafeindavirki, f. 12. nóvember 1927, d. 30. ágúst 2015. Kona hans Anna Petrína Ragnarsdóttir.

Sigfús Þór var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk landsprófi í Gagnfræðaskólanum 1960, stúdentsprófi í Menntaskólanum á Laugarvatni 1964.
Sigfús Þór lauk kandídatsprófi í tannlækningum í Háskóla Íslands 1971, meistaraprófi í tannlækningum í Indiana University í Indianopolis í Bandaríkjunum 1974.
Sigfús Þór vann ýmis verkamannastörf á námsárum sínum hér á landi, einkum við fiskiðnað, var aðstoðartannlæknir í Reykjavík 1971-1972, sjúkrahússtannlæknir á University Hospital í Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum hálfan dag í viku veturinn 1974-1975, aðstoðarprófessor í sama skóla 1974-1977.
Hann rak tannlæknastofu í Reykjavík frá haustinu 1977 og frá sama tíma var hann kennari við tannlæknadeild Háskólans í forföllum prófessors, skipaður prófessor í tannsjúkdómafræði og tannfyllingu við Háskóla Íslands frá 15. mars 1979 og gegndi til sjötugs.
Á námsárum sínum var hann í stjórn Félags íslenskra tannlæknanema 1969-1970, sat í stúdentaráði Háskólans 1968-1970.
Sigfús Þór var í stjórn rannsóknastofnunar Norðurlanda í tannlækningum í Ósló frá 1979.
Hann flutti erindi um eigin rannsóknir á alþjóðlegum tannlæknaráðstefnum. Honum var boðið í fyrirlestraferð til Japan á vegum Tokyoháskóla 1976.
Sigfús Þór var gestaprófessor hjá NIOM frá 2011.
Rit:
1. Sealing ability of Fluoride Containing Pit and Fissure Sealants (Mastersritgerð), útgefin af Indiana University School of Dentistry 1974.
2. Fjöldi greina um tannlæknisfræði í vísindaritum.
Þau Þórunn giftu sig 1968, eignuðust eitt barn, en skildu.
Þau Ólafía eru í sambúð, eiga tvö börn og Sigfús Þór er fósturfaðir barns hennar.

I. Fyrri kona Sigfúsar Þórs, (2. nóvember 1968, skildu) er Þórunn Aðalbjörg Magnúsdóttir húsfreyja, talsímakona frá Reyðarfirði, f. 4. júní 1943. Foreldrar hennar voru Magnús Guðmundsson verslunarmaður, hreppstjóri í Odda á Reyðarfirði, f. 31. maí 1912 í Vallanesi á Héraði, d. 9. ágúst 1990, og kona hans Unnur Björg Gunnlaugsdóttir frá Hamragerði í Eiðahreppi, húsfreyja, f. 19. ágúst 1917 á Seyðisfirði, d. 1. maí 1997.
Barn þeirra:
1. Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir viðskiptafræðingur, f. 27. nóvember 1979. Maður hennar Kjartan Gunnsteinsson.

II. Sambúðarkona Sigfúsar Þórs er Ólafía Guðrún Ársælsdóttir, f. 11. nóvember 1956. Foreldrar hennar voru Ársæll Eyleifsson sjómaður á Akranesi, f. 6. mars 1929 á Lögbergi á Akranesi, d. 2. mars 2001, og Erla Sigríður Hansdóttir húsfreyja, verkakona, f. 19. september 1938 í Arnardal á Akranesi, d. 23. febrúar 2018.
Börn þeirra:
2. Elías Sigfússon endurskoðandi, f. 17. mars 1988 á Akranesi. Sambúðarkona hans Ásdís Svava Hallgrímsdóttir.
3. Sævar Þór Sigfússon tölvufræðingur, f. 26. júní 1992. Sambúðarkona hans Hildur Eva Ómarsdóttir.
Barn Ólafíu og stjúpbarn Sigfúsar Þórs er
4. Eyþór Guðjónsson, f. 20. september 1982.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Prestþjónustubækur.
  • Sigfús Þór.
  • Æviskrár samtíðarmanna. Torfi Jónsson. Skuggsjá. Bókabúð Olivers Steins s.f. 1982-1984.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.