Sverrir Baldvinsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 26. janúar 2021 kl. 15:36 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 26. janúar 2021 kl. 15:36 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Sverrir Baldvinsson''' sjómaður, múrari fæddist 4. apríl 1944 í Reykjavík.<br> Foreldrar hans voru Baldvin Ragnar Sigurjón Helgason prentari, f. 17. október 1905, d. 10....)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sverrir Baldvinsson sjómaður, múrari fæddist 4. apríl 1944 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Baldvin Ragnar Sigurjón Helgason prentari, f. 17. október 1905, d. 10. nóvember 1973, og Svava Hjörleifsdóttir húsfreyja, f. 10. febrúar 1920, d. 5. desember 1995.

Sverrir var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk námi í Gagnfræðaskólanum við Lindargötu, fór til sjós 16 ára.
Í Eyjum hóf hann nám í múrverki hjá Magnúsi Sigurðssyni og í Iðnskólanum, en Gosið hefti námið eftir tvö ár. Hann lauk námi í Reykjavík og varð sveinn 1976.
Sverrir vann síðan við iðn sína til sextugs, en vann síðan ýmis léttari störf.
Þau Stefanía giftu sig 1969, eignuðust fjögur börn, bjuggu í Reykjavík fyrstu sambúðarár sín, fluttu til Eyja 1969 og giftu sig á því ári. Þau bjuggu á Ásavegi 14 til Goss 1973.
Þau festu sér bú á Kjarrhólma 34 í Kópavogi og hafa búið þar.

I. Kona Sverris, (15. febrúar 1969 í Eyjum), er Stefanía Sólveig Þorsteinsdóttir húsfreyja, skólaliði, f. 25. júní 1949 í Eyjum.
Börn þeirra:
1. Þorsteinn Sverrisson verktaki, f. 22. október 1967 í Reykjavík. Kona hans Eva Elísabet Jónasardóttir.
2. Svavar Sverrisson skrúðgarðyrkjumeistari, f. 13. desember 1968 í Eyjum. Kona hans Þórný Snædal.
3. Sigurþór Sverrisson verktaki, f. 20. júní 1975. Sambúðarkona Heiða Sigurðardóttir.
4. Sigurlaug Sverrisdóttir lyfjatæknir, f. 7. janúar 1977. Maður hennar Gunnar Karl Árnason.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.