Jón Ragnar Ísleifsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. desember 2020 kl. 14:46 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. desember 2020 kl. 14:46 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Jón Ragnar Ísleifsson''' frá Nýjahúsi, sjómaður fæddist þar 16. september 1914, drukknaði í október 1934.<br> Foreldrar hans voru Ísleifur Jónsson (Nýjahúsi)|...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jón Ragnar Ísleifsson frá Nýjahúsi, sjómaður fæddist þar 16. september 1914, drukknaði í október 1934.
Foreldrar hans voru Ísleifur Jónsson útgerðarmaður, sjómaður, formaður, f. 6. september 1881 í Eyvindarhólasókn u. Eyjafjöllum, d. 20. desember 1932, og kona hans Þórunn Magnúsdóttir húsfreyja, f. 23. maí 1872 í Kálfatjarnarsókn á Reykjanesi, d. 13. mars 1948.

Börn Ísleifs og Þórunnar voru:
1. Jónína Guðrún Ísleifsdóttir, f. 19. febrúar 1902 í Steinum, d. 18. júní 1974.
2. Eyjólfur Magnús Ísleifson skipstjóri, f. 13. september 1905 í Péturshúsi, d. 3. september 1991.
3. Jóhann Pétur Ísleifsson, f. 9. júlí 1908, fórst með v.b. Sigurði Péturssyni frá Siglufirði í október 1934.
4. Steinunn Rósa Ísleifsdóttir húsfreyja, f. 7. júlí 1912 í Nýjahúsi, d. 13. júlí 1994.
5. Jón Ragnar Ísleifsson sjómaður, f. 16. september 1914 í Nýjahúsi, fórst með v.b. Sigurði Péturssyni frá Siglufirði í október 1934.
Barn Þórunnar:
6. Ágústa Þorkelsdóttir, síðar húsfreyja í Vetleifsholti og Miðgarði í Holtum f. 19. ágúst 1896, d. 30. júní 1974. Faðir hennar var Þorkell Guðmundsson trésmiður í Bolungarvík, f. 11. september 1870, d. 10. september 1910.

Jón Ragnar var með foreldrum sínum í æsku og enn 1930.
Hann var sjómaður, var skipverji á v.b. Sigurði Péturssyni frá Siglufirði og fórst með honum í ofsaveðri, sem gekk yfir Norðurland með stórhríð og miklu brimi 27. október 1934 .


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Öldin okkar - Minnisverð tíðindi - 1931-1935. Ritstjórn Gils Guðmundsson. Forlagið Iðunn, Reykjavík 1975.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.