Sara Stefánsdóttir (Landakoti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. september 2020 kl. 17:25 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. september 2020 kl. 17:25 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Sara Stefánsdóttir (Landakoti)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit
Sara Stefánsdóttir.

Sara Stefánsdóttir frá Hrísey í Eyjafirði, húsfreyja fæddist þar 22. apríl 1932 og lést 5. mars 2003 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Stefán Runólfsson verkamaður, f. 18. nóvember 1894, d. 13. febrúar 1961, og kona hans María Dagbjört Stefánsdóttir húsfreyja, f. 6. maí 1898, d. 22. október 1953.

Sara vann við beitningu og fleira í æsku. Hún nam við Húsmæðraskólanum á Laugalandi í Eyjafirði 1951-1952.
Þau Jónas giftu sig 1952 á Húsavík. Hún flutti til Eyja 1953, eignaðist þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu í Framnesi, en keyptu Landakot 1953 og bjuggu þar síðan.
Sigfús Jónas lést 1993 og Sara 2003.

I. Maður Söru, (21. desember 1952), var Sigfús Jónas Guðmundsson frá Flatey á Skjálfanda, S-Þing., f. 1. ágúst 1921, d. 21. september 1993.
1. Stefán Óskar Jónasson verkstjóri, f. 9. desember 1953. Kona hans Sigurlaug Grétarsdóttir.
2. Guðmundur Karl Jónasson, býr í Reykjavík, f. 11. júní 1958, ókvæntur.
3. Anna María Jónasdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 8. júlí 1961. Maður hennar Jóhann Elfar Valdimarsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.