Jónas Guðmundsson (Landakoti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. september 2020 kl. 15:40 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. september 2020 kl. 15:40 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Jónas Guðmundsson (Landakoti)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Sigfús Jónas Guðmundsson frá Krosshúsum í Flatey á Skjálfanda, S.-Þing., sjómaður, vélstjóri, verkstjóri, verslunarstjóri fæddist þar 1. ágúst 1921 og lést 21. september 1993.
Foreldrar hans voru Guðmundur Karl Jónsson frá Kaðalsstöðum í Fjörðum, S.-Þing., bóndi og útgerðarmaður, f. 27. janúar 1880, d. 11. júlí 1956, og kona hans María Jónasdóttir frá Vík á Flateyjardal, S.-Þing., húsfreyja, f. 21. nóvember 1884, d. 30. desember 1965.

Jónas var með foreldrum sínum í æsku. Hann vann snemma við útgerð, uppstokkun og beitningu og síðan sjósókn.
Hann kom tvítugur til Eyja, var sjómaður í tuttugu ár, tók vélstjórapróf á þeim árum, var í fyrstu á Skúla fógeta og síðast á Stíganda.
Jónas var verkstjóri hjá Fiskiðjunni 1961-1973, vann um skeið hjá Viðlagasjóði í Reykjavík 1973, sneri til Eyja á árinu og vann hjá Kaupfélaginu, var verslunarstjóri í timbursölunni.
Jónas var m.a. í stjórn Verkalýðsfélags Vestmannaeyja. Hann var heiðursfélagi Norðlendingafélagsins í Vestmannaeyjum og sat þar í stjórn í 25 ár. Virkur var hann í Framsóknarfélagi Vestmannaeyja og þar í stjórn. Hann var mjög söngelskur og var m.a. í Samkór Vestmannaeyja og í Kór Landakirkju í 19 ár. Hann var varamaður í sóknarnefnd, einnig endurskoðandi í mörg ár hjá Lífeyrissjóði Vestmannaeyinga og ábyrgðarmaður hjá Sparisjóði Vestmannaeyja.
Jónas eignaðist barn með Helgu 1947.
Þau Sara giftu sig 1952, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu í Framnesi, en keyptu Landakot 1953 og bjuggu þar síðan.
Sigfús Jónas lést 1993. Sigfús Jónas Guðmundsson frá Krosshúsum í Flatey á Skjálfanda, S.-Þing., sjómaður, vélstjóri, verkstjóri, verslunarstjóri fæddist þar 1. ágúst 1921 og lést 21. september 1993.
Foreldrar hans voru Guðmundur Karl Jónsson frá Kaðalsstöðum í Fjörðum, S.-Þing., bóndi og útgerðarmaður, f. 27. janúar 1880, d. 11. júlí 1956, og kona hans María Jónasdóttir frá Vík á Flateyjardal, S.-Þing., húsfreyja, f. 21. nóvember 1884, d. 30. desember 1965.

Jónas var með foreldrum sínum í æsku. Hann vann snemma við útgerð, uppstokkun og beitningu og síðan sjósókn.
Hann kom tvítugur til Eyja, var sjómaður í tuttugu ár, tók vélstjórapróf á þeim árum, var í fyrstu á Skúla fógeta og síðast á Stíganda.
Jónas var verkstjóri hjá Fiskiðjunni 1961-1973, vann um skeið hjá Viðlagasjóði í Reykjavík 1973, sneri til Eyja á árinu og vann hjá Kaupfélaginu, var verslunarstjóri í timbursölunni.
Jónas var m.a. í stjórn Verkalýðsfélags Vestmannaeyja. Hann var heiðursfélagi Norðlendingafélagsins í Vestmannaeyjum og sat þar í stjórn í 25 ár. Virkur var hann í Framsóknarfélagi Vestmannaeyja og þar í stjórn. Hann var mjög söngelskur og var m.a. í Samkór Vestmannaeyja og í Kór Landakirkju í 19 ár. Hann var varamaður í sóknarnefnd, einnig endurskoðandi í mörg ár hjá Lífeyrissjóði Vestmannaeyinga og ábyrgðarmaður hjá Sparisjóði Vestmannaeyja.
Jónas eignaðist barn með Helgu 1947.
Þau Sara giftu sig 1952, eignuðust þrjú börn. Þau bjug I. Barnsmóðir Jónasar var Helga Valtýsdóttir frá Hvoli við Heimagötu og Kirkjufelli, síðar húsfreyja og póstur í Garðabæ, f. 21. júlí 1928, d. 19. apríl 2020.
Barn þeirra:
1. Ásta María Jónasdóttir húsfreyja, f. 22. október 1947 á Kirkjufelli. Maður hennar Hallgrímur Júlíusson.

II. Kona Sigfúsar Jónasar, (21. desember 1952), var Sara Stefánsdóttir frá Hrísey í Eyjafirði, f. 22. apríl 1932, d. 5. mars 2003.
Börn þeirra:
2. Stefán Óskar Jónasson verkstjóri, f. 9. desember 1953 í Landakoti. Kona hans Sigurlaug Grétarsdóttir.
3. Guðmundur Karl Jónasson, býr í Reykjavík, f. 11. júní 1958 í Landakoti, ókvæntur.
4. Anna María Jónasdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 8. júlí 1961. Sambýlismaður hennar Jóhann Elfar Valdimarsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.