Svala Ingólfsdóttir (Reykjum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. september 2020 kl. 18:33 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. september 2020 kl. 18:33 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Svala Ingólfsdóttir frá Neðri-Dal u. V. Eyjafjöllum, húsfreyja, leikskólastarfsmaður, fiskiðnaðarkona fæddist 10. ágúst 1944 í Neðri-Dal og lést 11. janúar 1992 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Ingólfur Ingvarsson frá Selshjáleigu í Landeyjum, bóndi í Neðri-Dal, f. 12. september 1904, d. 16. mars 1995 og kona hans Þorbjörg Eggertsdóttir frá Elliðaey á Breiðafirði, húsfreyja, f. 26. maí 1919 í Dældarkoti í Helgafellssveit, d. 15. júlí 2009.

Svala var með foreldrum sínum í æsku.
Hún sótti til Eyja, vann við fiskiðnað, einnig var hún starfsmaður leikskólans á Sóla um skeið og í Samkomuhúsinu.
Svala söng með Kirkjukór Landakirkju um langt skeið.
Þau Þórhallur giftu sig 1963, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Reykjum í fyrstu, byggðu húsið við Illugagötu 17 og bjuggu þar frá 1968 nema Gosárið, er Svala bjó á Hellu.
Svala lést 1992.

I. Maður Svölu, (31. desember 1963), var Þórhallur Ármann Guðjónsson frá Reykjum, verkstjóri, vinnuvélastjóri, f. þar 27. október 1931.
Börn þeirra:
1. Ingibjörg Þórhallsdóttir húsfreyja, sjúkraliði í Hraunbúðum, f. 16. ágúst 1962. Maður hennar Friðrik Sigurðsson.
2. Bergþóra Þórhallsdóttir húsfreyja, kennari, skólastjórnandi, verkefnisstjóri, f. 13. febrúar 1964. Fyrrum maður hennar Jón Sveinn Gíslason. Fyrrum maður hennar Sigurgeir Sævaldsson. Maður hennar Baldur Dýrfjörð.
3. Jón Óskar Þórhallsson viðskiptafræðingur, með masterspróf í endurskoðun, bankaútibússtjóri Landsbankans í Eyjum, f. 6. maí 1969. Fyrrum sambýliskona hans María Ruiz Martines. Kona hans Erna Karen Stefánsdóttir.
4. Svandís Þórhallsdóttir húsfreyja, leikskólakennari á Hvolsvelli, f. 13. maí 1972. Fyrrum maður hennar Guðsteinn Hlöðversson. Fyrrum maður hennar Sigurjón Hallvarðsson. Maður hennar Guðmundur Jón Jónsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.