Guðrún Einarsdóttir (Skála)
Guðrún Einarsdóttir frá Skála u. Eyjafjöllum, húsfreyja í Skála-Litla Hlaðbæ fæddist 10. október 1903 og lést 30. maí 1961.
Foreldrar hennar voru Einar Jóhannsson í Skála, verkamaður, f. 24. júní 1875, d. 28. desember 1930, og kona hans Anna Einarsdóttir frá Skála u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 26. apríl 1872, d. 6. febrúar 1939.
Guðrún var með foreldrum sínum og fluttist með þeim til Eyja 1907, bjó með þeim í Skála- Litla Hlaðbæ) við Austurveg. Þar bjó hún langa hríð, einnig á Stóru-Heiði og í Dagsbrún. Hún hafði sjómenn í fæði og þjónustu.
I. Barnsfaðir Guðrúnar að tveim börnum var Rósmundur Jónatan Guðnason verkamaður, sjómaður, útgerðarmaður frá Heiði í Sléttuhlíð í Skagafirði, f. 6. mars 1900, d. 23. júlí 1967. Foreldrar hans voru Guðni Hallgrímur Jónsson bóndi, f. 15. desember 1856, d. 10. október 1943, og kona hans Stefanía Guðrún Sigmundsdóttir húsfreyja, f. 28. febrúar 1868, d. 25. ágúst 1937.
Börn þeirra:
1. Regína Rósmundsdóttir húsfreyja á Raufarhöfn og í Reykjavík, símavörður, f. 29. október 1923, d. 7. febrúar 2009.
2. Guðni Rósmundsson sjómaður, stýrimaður, f. 26. nóvember 1926, d. 23. febrúar 1953.
II. Barnsfaðir Guðrúnar var Óskar Kristján Þorsteinsson bifreiðastjóri, f. 22. mars 1908, d. 22. júní 1995.
Barn þeirra:
3. Anton Einar Óskarsson sjómaður, f. 12. júní 1935, d. 18. september 2012.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.