Regína Rósmundsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Regína Rósmundsdóttir.

Regína Rósmundsdóttir frá Skála, húsfreyja á Raufarhöfn og í Reykjavík, símavörður fæddist 29. október 1923 og lést 7. febrúar 2009.
Foreldrar hennar voru Guðrún Einarsdóttir frá Skála u. Eyjafjöllum, húsfreyja í Skála (Litla-Hlaðbæ), f. 10. október 1903, d. 30. maí 1961 og Rósmundur Jónatan Guðnason verkamaður, sjómaður, útgerðarmaður frá Heiði í Sléttuhlíð í Skagafirði, f. 6. mars 1900, d. 23. júlí 1967.

Börn Guðrúnar:
1. Regína Rósmundsdóttir húsfreyja á Raufarhöfn og í Reykjavík, símavörður, f. 29. október 1923, d. 7. febrúar 2009.
2. Guðni Rósmundsson sjómaður, stýrimaður, f. 26. nóvember 1926, d. 23. febrúar 1953.
3. Anton Einar Óskarsson sjómaður, f. 12. júní 1935, d. 18. september 2012.
Hálfbróðir Regínu, af sama föður:
4. Hilmar Rósmundsson skipstjóri, útgerðarmaður, varaþingmaður, f. 16. október 1925, d. 10. október 2018.

Regína var með móður sinni í æsku.
Hún vann ýmis störf í Eyjum.
Þau Ívar giftu sig 1943 á Raufarhöfn, eignuðust þrjú börn, en Regína missti eitt þeirra á sautjánda ári aldurs síns. Þau Ívar bjuggu á Raufarhöfn.
Ívar lést 1950.
Eftir flutning til Reykjavíkur vann Regína við símavörslu í Hjúkrunarskóla Íslands og var trúnaðarmaður í S.F.R.
Regína eignaðist barn með Óla 1961.
Þau Baldvin giftu sig, en voru barnlaus. Þau bjuggu við Dvergabakka og síðar við Hringbraut 88.
Regína dvaldi að lokum í hjúkrunarheimilinu Skjóli.
Hún lést 2012.

I. Maður Regínu, (29. október 1943), var Ívar Ágústsson frá Raufarhöfn, bifreiðastjóri, verkamaður, f. 3. maí 1921 á Núpi í Öxarfirði, d. 12. janúar 1950. Foreldrar hans voru Guðberg Ágúst Magnússon, f. 28. ágúst 1895 í Reykjavík, d. 5. október 1970, og kona hans Kristbjörg Stefanía Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 23. júlí 1897 á Núpi í Öxarfjarðarhreppi, d. 14. desember 1976.
Börn þeirra:
1. Betsy Ívarsdóttir húsfreyja, f. 22. desember 1944 á Raufarhöfn. Maður hennar Arnór L. Pálsson.
2. Ívar Ívarsson, f. 2. september 1946, d. 1. ágúst 1963.
3. Eyrún Anna Ívarsdóttir húsfreyja, f. 3. mars 1949. Maður hennar Hörður Ó. Guðjónsson.

II. Barnsfaðir Regínu var Óli Hermannsson frá Bakka á Tjörnesi, lögfræðingur, f. 18. september 1914, d. 7. júní 1997.
Barn þeirra:
4. Guðni Ólason stýrimaður, f. 3. júní 1961. Kona hans Þuríður S. Guðmundsdóttir.

III. Maður Regínu, (1973), var Baldvin Ágústsson matreiðslumaður bróðir Ívars fyrsta manns Regínu, f. 15. febrúar 1923, d. 10. nóvember 2011.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.