Óðinn Haraldsson (yfirvélstjóri)
Óðinn Haraldsson yfirvélstjóri, sagnfræðingur fæddist 13. febrúar 1960 að Grundarbraut 5 í Ólafsvík.
Foreldrar hans voru Haraldur Guðmundsson frá Ólafsvík, sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 28. apríl 1926, d. 6. febrúar 2008, og kona hans Gréta Jóhannesdóttir frá Eyjum, húsfreyja, f. 8. janúar 1929, d. 12. mars 2002.
Óðinn var með foreldrum sínum í æsku, heimsótti oft afa sinn Jóhannes Albertsson lögregluþjón.
Hann stundaði snemma sjómennsku, nam vélstjórn við Vélskóla Íslands í Reykjavík og varð vélstjóri 1978.
Óðinn nam í öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð í tvö ár, fluttist til Eyja 1985 og lauk stúdentsprófi við Framhaldsskólann í Eyjum 1987. Hann var á sjónum í og með námi. Þá lá leiðin í Háskóla Íslands 1990, þar sem hann nam sagnfræði og lauk BA-prófi 1996. Hann nam þá fisk- og auðlindahagfræði við háskólann í Portsmouth á Englandi í eitt og hálft ár.
Óðinn hefur síðan verið yfirvélstjóri.
Ritgerðir í sagnfræðinámi:
I. Útgerð í Vestmannaeyjum á árunum 1899-1913.
II. Vélvæðing bátaflotans.
Þau Guðfinna giftu sig 1985, eignuðust ekki börn, en Óðinn er fósturfaðir Margrétar dóttur Guðfinnu. Þau bjuggu á Bröttugötu 13 og við Boðaslóð. Þau búa á Leirubakka 20 í Reykjavík.
I. Kona Óðins, (7. september 1985), er Guðfinna Guðfinnsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, ráðgjafi, f. 18. nóvember 1956.
Barn Guðfinnu og fósturbarn Óðins er
1. Margrét Friðriksdóttir viðskiptafræðingur, fjármálahagfræðingur í Danmörku og Reykjavík, f. 9. nóvember 1976, ógift, en á eitt barn.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Óðinn og Guðfinna.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.