Bjarni Guðjónsson (Hofi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. mars 2020 kl. 15:24 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. mars 2020 kl. 15:24 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Bjarni Guðjónsson''' frá Bæ í Lóni, A-Skaft., myndskeri, listmálari, kennari á Hofi fæddist 27. maí 1906 í Bæ og lést 11. október 1986.<br> Foreldrar hans voru ...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Bjarni Guðjónsson frá Bæ í Lóni, A-Skaft., myndskeri, listmálari, kennari á Hofi fæddist 27. maí 1906 í Bæ og lést 11. október 1986.
Foreldrar hans voru Guðjón Bjarnason bóndi, síðar verkamaður í Eyjum, f. 24. október 1875 á Stafafelli í Lóni, d. 25. nóvember 1938, og kona hans Guðný Sigmundsdóttir húsfreyja, f. 20. desember 1875, síðast í Langagerði 30 í Reykjavík, d. 1. apríl 1966.

Börn Guðnýjar og Guðjóns:
1. Ásmundur Guðjónsson forstjóri, f. 31. desember 1903, d. 12. júní 1964. Kona hans Anna Friðbjarnardóttir.
2. Bjarni Guðjónsson á Hofi, myndlistamaður, kennari, f. 27. maí 1906, d. 11. október 1986. Kona hans Sigríður Þorláksdóttir.
3. Hjalti Guðjónsson, f. 21. maí 1908, d. 24. nóvember 1917.
4. Ólöf Hulda Guðjónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, síðast á Hraunvangi 7 í Hafnarfirði, f. 19. apríl 1913, d. 13. apríl 2008. Fyrri maður hennar Sigfús Sigfússon. Síðari maður Sæmundur Þórarinsson.
5. Hjördís Þorbjörg Guðjónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 22. apríl 1921, d. 26. september 2000. Fyrri maður Sigurbjörn Eiríksson. Síðari maður Sverrir Einar Egilsson.

Bjarni var með foreldrum sínum í Bæ í æsku.
Hann fór til Reykjavíkur 1927, nam þar myndlist, einkum myndskurð, fluttist til Eyja 1930.
Bjarni var teiknikennari Gagnfræðaskólans 1930-1938, kenndi jafnframt tréskurð. Hann skar m.a. út kápuspjald Eyjaskinnu fyrir skólann (sjá mynd).

ctr


Eyjaskinna.

Hin síðari ár sín fékkst Bjarni einkum við málaralist. Hann hélt fjölda sýninga á verkum sínum, bæði í Eyjum og Reykjavík. Verk eftir hann voru sýnd á Goslokahátíð í Eyjum 2005.
Þau Sigríður Guðrún giftu sig 1930, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Hofi í fyrstu, á Stóra-Gjábakka við Bakkastíg 8 frá 1946, en fluttust til Reykjavíkur 1967 og bjuggu síðast í Hraunbæ 26.
Bjarni lést 1986 og Sigríður 2012.

I. Kona Bjarna, (4. október 1930), var Sigríður Guðrún Þorláksdóttir húsfreyja, handíðakennari, forstöðukona, f. 13. apríl 1903 í Skálmarbæ í Álftaveri, V-Skaft., d. 21. júní 1993.
Börn þeirra:
1. Sverrir Bjarnason verkamaður, f. 30. september 1929 á Hofi, d. 24. júlí 2012. Kona hans Inger Bjarnason, f. Jörgensen.
2. Sjöfn Bjarnadóttir húsfreyja, f. 14. apríl 1934 á Hofi. Maður hennar Hermann Jónsson, látinn.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skýrsla um Gagnfræðaskólann í Vestmannaeyjum skólaárin 1930-1943.
  • Dagblaðið Tíminn 1. september 1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.