Guðrún I. Sigurjónsdóttir (Hólmi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 5. mars 2020 kl. 11:28 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. mars 2020 kl. 11:28 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Guðrún Ingibjörg Sigurjónsdóttir. '''Guðrún Ingibjörg Sigurjónsdóttir''' á Hólmi, húsfreyja, hjúkrun...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Guðrún Ingibjörg Sigurjónsdóttir.

Guðrún Ingibjörg Sigurjónsdóttir á Hólmi, húsfreyja, hjúkrunarfræðingur fæddist 31. ágúst 1903 í Garðbæ í landi Stóru-Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd, Gull. og lést 21. apríl 1988.
Foreldrar hennar voru Sigurjón Jónsson bóndi, síðar sjómaður í Hafnarfirði, f. 16. maí 1873, d. 18. apríl 1967, sonur Jóns J. Jónssonar bónda í Ási við Hafnarfjörð og Sigríðar Ásgrímsdóttur. Móðir Guðrúnar og kona Sigurjóns var Guðrún Filippusdóttir frá Ægissíðu í Rang., húsfreyja, f. 4. apríl 1868, d. 27. ágúst 1923, dóttir Filippusar Eyjólfssonar vinnumanns frá Ægissíðu, Rang. og Guðrúnar Jónsdóttur.

Guðrún var með foreldrum sínum í æsku, fluttist með þeim til Hafnarfjarðar 1920. Móðir hennar lést 1923 og þá flutti Guðrún til Reykjavíkur, vann við saumaiðn og varð fullnuma.
Guðrún lauk námi við Hjúkrunarskóla Íslands í maí 1936.
Hún var hjúkrunarfræðingur við Landspítalann sumarið 1936, Sct. Hans Hospital í Hróarskeldu í 8 mánuði 1936-1937, Köpenhavns Amt Sygehus Gentofte í 4 mánuði 1937, Landspítalann 1. nóvember 1937-1. október 1938, Heilsuvernd í Eyjum 15. október 1938 til 15. apríl 1940.
Þá var Guðrún hjúkrunarfræðingur við Borgarspítalann í Reykjavík 1956-1958, Sjúkrahúsið Sólheima og Heilsuverndarstöð Reykjavíkur til starfsloka.
Þau Jón giftu sig 1940, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu á Hólmi.
Jón lést í desember 1946.
Guðrún sá um útgerð og fiskverkun hjónanna í Eyjum til vors 1947, en fluttist síðan til Reykjavíkur, bjó lengst á Karlagötu 9, en dvaldi síðusu þrjú ár sín í Kumbaravogi, heimili fyrir aldraða á Stokkseyri.

I. Maður Guðrúnar Ingibjargar, (1940), var Jón Ólafsson útgerðarmaður á Hólmi, f. 7. mars 1892 í Skarðshlíð u. Eyjafjöllum, d. 21. desember 1946.
Barn þeirra var
7. Ólafur Jónsson rafvélavirki, slökkviliðsmaður á Keflavíkurflugvelli, f. 3. nóvember 1940 á Hólmi. Kona hans Guðlaug Adolphsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 1988. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.