Jónas Guðmundsson (verslunarstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. febrúar 2020 kl. 19:43 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. febrúar 2020 kl. 19:43 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Viglundur færði Jónas Guðmundsson á Jónas Guðmundsson (verslunarstjóri))
Fara í flakk Fara í leit

Jónas Guðmundsson fæddist 1. ágúst 1921 og lést 21. september 1993. Foreldarar hans voru Guðmundur Karl Jónsson og María Jónasdóttir í Flatey. Árið 1952 kvæntist Jónas Söru Stefánsdóttur og hófu þau búskap í Framnesi. Síðar bjuggu þau í húsinu LandakotiMiðstræti 26. Þau eignuðust þrjú börn, Stefán Óskar, Guðmund Karl og Önnu Maríu. Áður átti Jónas Ástu Maríu.

Jónas fluttist til Vestmannaeyja árið 1941 og var til sjós í 20 ár, meðal annars á Skúla fógeta og Stíganda. Að loknum sjómannsárum sínum var Jónas verkstjóri í Fiskiðjunni. Í gosinu vann Jónas hjá Viðlagasjóði í Reykjavík. Eftir gosið starfaði hann hjá Kaupfélagi Vestmannaeyja og hjá Timbursölunni.


Heimildir

  • Jóhann Björnsson. 1994. Minning um Jónas Guðmundsson. Sjómannadagsblað Vestmannaeyja.