Jónas Guðmundsson (verslunarstjóri)
(Endurbeint frá Jónas Guðmundsson)
Jónas Guðmundsson fæddist 1. ágúst 1921 og lést 21. september 1993. Foreldarar hans voru Guðmundur Karl Jónsson og María Jónasdóttir í Flatey. Árið 1952 kvæntist Jónas Söru Stefánsdóttur og hófu þau búskap í Framnesi. Síðar bjuggu þau í húsinu Landakoti að Miðstræti 26. Þau eignuðust þrjú börn, Stefán Óskar, Guðmund Karl og Önnu Maríu. Áður átti Jónas Ástu Maríu.
Jónas fluttist til Vestmannaeyja árið 1941 og var til sjós í 20 ár, meðal annars á Skúla fógeta og Stíganda. Að loknum sjómannsárum sínum var Jónas verkstjóri í Fiskiðjunni. Í gosinu vann Jónas hjá Viðlagasjóði í Reykjavík. Eftir gosið starfaði hann hjá Kaupfélagi Vestmannaeyja og hjá Timbursölunni.
Heimildir
- Jóhann Björnsson. 1994. Minning um Jónas Guðmundsson. Sjómannadagsblað Vestmannaeyja.