Hilmar E. Guðjónsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 30. janúar 2020 kl. 21:15 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. janúar 2020 kl. 21:15 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Hilmar Eyjólfur Guðjónsson. '''Hilmar Eyjólfur Guðjónsson''' frá Skarðshlíð u. Eyjafjöllum, bókari fæddist þar 15. nóv...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Hilmar Eyjólfur Guðjónsson.

Hilmar Eyjólfur Guðjónsson frá Skarðshlíð u. Eyjafjöllum, bókari fæddist þar 15. nóvember 1938 og lést 2019 á dvalarheimilinu Eir í Reykjavík.
Kjörforeldrar hans voru Guðjón Sveinsson frá Selkoti u. Eyjafjöllum, sjómaður, útgerðarmaður í Sólhlíð 26, f. 30. ágúst 1898, d. 15. maí 1968, og kona hans Marta Eyjólfsdóttir frá Steinum u. Eyjafjöllum, f. 20. apríl 1898, d. 26. september 1994.
Kynforeldrar Hilmars voru Jón Hjörleifsson bóndi og oddviti í Skarðshlíð, f. 12. júlí 1898, d. 23. júlí 1973, og kona hans Guðrún Sveinsdóttir húsfreyja, f. 25. ágúst 1897, d. 15. maí 1983, en Guðrún var systir Guðjóns kjörföður Hilmars.

Hilmar var kominn til Mörtu og Guðjóns 1939.
Hann var með þeim í Sólhlíð 26 og fluttist með þeim til Reykjavíkur 1948 og ólst þar upp.
Hilmar lauk stúdentsprófi í Verslunarskóla Íslands og vann lengst hjá Fóðurblöndunni í Reykjavík. Hann starfaði mikið með trúfélögum.
Þau Ólöf giftu sig 1963, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Reykjavík, Seltjarnarnesi í Garðabæ og á Hellu.
Ólöf lést 2018 og Hilmar 2019.

I. Kona Hilmars, (21. september 1963), var Ólöf Magnúsdóttir húsfreyja, bankagjaldkeri, söngvari í mörgum kórum og kórstjórnandi, f. 23. apríl 1944, d. 11. apríl 2018. Foreldrar hennar voru Magnús Kristberg Guðmundsson kaupmaður, f. 17. ágúst 1917, d. 21. janúar 2007, og kona hans Sesselja Sigurðardóttir, f. 15. maí 1919, d. 1. janúar 2002.
Börn þeirra:
1. Magnús Guðjón Hilmarsson, f. 28. mars 1963. Barnsmæður hans Oddný Eir Ævarsdóttir og Ingibjörg Erlendsdóttir.
2. Haukur Hilmarsson, f. 13. mars 1972. Kona hans Helga María Finnbjörnsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 25. apríl 2018 og 24. maí 2019. Minning hjónanna.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.