Sigurbirna Hafliðadóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 21. janúar 2020 kl. 17:04 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. janúar 2020 kl. 17:04 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Guðríður ''Sigurbirna'' Hafliðadóttir''' húsfreyja, sjúkraliði fæddist 20. mars 1933 á Ísafirði.<br> Foreldrar hennar voru Hafliði Sigurbjörnsson sjómaður, matsvein...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðríður Sigurbirna Hafliðadóttir húsfreyja, sjúkraliði fæddist 20. mars 1933 á Ísafirði.
Foreldrar hennar voru Hafliði Sigurbjörnsson sjómaður, matsveinn, f. 3. apríl 1899 á Ísafirði, fórst með vb. Jóni Magnússyni frá Hafnarfirði 4. mars 1950, og Sigríður Einarsdóttir vinnukona, síðar húsfreyja á Þingeyri, f. 21. ágúst 1910, d. 12. júní 1996.
Fósturfaðir Sigurbirnu var Kristján Gunnar Bjarnason, f. 16. desember 1909, d. 6. janúar 1968, sambýlismaður Sigríðar móður hennar.

Sigurbirna var með móður sinni í æsku, fluttist með henni til Þingeyrar 1934 og ólst þar upp hjá henni og Kristjáni.
Hún fluttist til Eyja 1952, giftist Sævaldi 1953. Þau eignuðust fjögur börn, en misstu eitt þeirra mánaðargamalt. Þau bjuggu í Brautarholti.
Þau fluttu úr Eyjum 1960, bjuggu að Digranesvegi 65 í Kópavogi.
Sigurbirna lauk sjúkraliðanámi 1972, vann á Landspítalanum og á Vífilsstöðum í 28 ár að undanteknum þrem árum, er hún starfaði í Noregi 1978-1981.

I. Maður Guðríðar Sigurbirnu, (11. október 1953), er Sævaldur Runólfsson vélstjóri, stýrimaður, f. 10. ágúst 1930.
Börn þeirra:
1. Þór Sævaldsson vélvirki, vélfræðingur í Reykjavík, f. 7. ágúst 1952. Fyrrum kona Ingibjörg Guðjónsdóttir.
2. Hafliði Sævaldsson vélvirki, vélfræðingur í Reykjavík, f. 16. janúar 1954. Kona hans Þórey Sigurðardóttir.
3. Drengur, f. 2. apríl 1955, d. 4. maí 1955.
4. Dagmar Sævaldsdóttir húsfreyja, síðast í Marteinslaug 3 í Reykjavík, f. 20. nóvember 1957, d. 21. september 2015. Maður hennar, skildu, var Bjarni Bjarnason.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.