Þór Sævaldsson
Þór Sævaldsson frá Brautarholti, vélfræðingur, vélvirki og rafvirki í Reykjavík og Hafnarfirði fæddist 7. ágúst 1952.
Foreldrar hans voru Sævaldur Runólfsson frá Breiðuvík við Kirkjuveg 82, stýrimaður, vélstjóri, f. þar 10. ágúst 1930, og kona hans Guðríður Sigurbirna Hafliðadóttir frá Ísafirði, húsfreyja, sjúkraliði, f. þar 20. mars 1933.
Þór var með foreldrum sínum, á Ffilgötu 2 og í Brautarholti.
Hann lærði rafvirkjun í Iðnskólanum á Ísafirði, lauk sveinsprófi 1988. Meistari var Smári Hermannsson. Hann lauk sveinsprófi í vélvirkjun 1974, fékk meistararéttindi 1980, var í Vélskóla Íslands 1974-1977, lauk vélfræðiprófum þar 1977.
Þór vann við uppsetningu og þjónustu kæli- og frystirtækja, var þar rafvirki og vélstjóri. Síðar var hann vélstjóri á kaupskipi.
Þau Ingibjörg giftu sig, eignuðust tvö börn.
I. Kona Þórs er Ingibjörg Guðrún Brynjólfsdóttir húsfreyja, sjúkraliði í Hafnarfirði, f. 4. nóvember 1952. Foreldrar hennar voru Brynjólfur Guðmundsson vélstjóri í Hafnarfirði, f. 10. janúar 1919 á Flateyri, d. 29. ágúst 1985, og kona hans Sigríður Þorbjörg Engilbertsdóttir húsfreyja, f. 28. apríl 1914 í Hnífsdal, d. 4. júlí 2010.
Börn þeirra:
1. Harpa Þórsdóttir, f. 4. mars 1980.
2. Hrefna Þórsdóttir, f. 30. september 1988.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
- Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.