Helga Jónsdóttir (Garðstöðum)
Ágústa Helga Jónsdóttir frá Garðstöðum, húsfreyja, matráðskona, ráðskona fæddist þar 20. ágúst 1917 og lést 29. febrúar 2008.
Foreldrar hennar voru Jón Pálsson útvegsbóndi, ísláttarmaður, f. 24. apríl 1874 í Berjanesi u. Eyjafjöllum, d. 10. janúar 1954, og kona hans Guðrún Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 9. október 1887 í Keflavík, d. 9. júlí 1923.
Stjúpmóðir Helgu var Margrét Sigurþórsdóttir, f. 2. janúar 1892 í Holtahreppi, Rang., d. 16. júlí 1962.
Börn Guðrúnar og Jóns:
1. Halldór Jónsson sjómaður, vélstjóri, f. 28. september 1908 á Löndum, d. 4. júlí 1976.
2. Ólafur Sigurður Jónsson bakarameistari í Reykjavík, f. 25. febrúar 1912 á Garðstöðum, d. 16. apríl 1988.
3. Björgvin Þorsteinn Jónsson sjómaður, f. 17. mars 1914 á Garðstöðum, d. 16. júlí 1989.
4. Lilja Jónsdóttir húsfreyja í Keflavík, f. 14. apríl 1916 á Garðstöðum, d. 22. október 1999.
5. Ágústa Helga Jónsdóttir húsfreyja í Keflavík, f. 20. ágúst 1917 á Garðstöðum, d. 29. febrúar 2008.
6. Páll Eydal Jónsson slippstjóri, f. 6. desember 1919 á Garðstöðum, d. 27. október 1996.
7. Eyjólfur Jónsson sjómaður, vélstjóri, f. 26. mars 1922, d. 6. október 1959.
Börn Margrétar stjúpmóður Helgu:
8. Sigurþór Hersir Guðmundsson sjómaður, síðast í Reykjavík, f. 28. júlí 1914, d. 5. júní 1988.
9. Kristján Thorberg Tómasson sjómaður, matreiðslumaður, f. 10. apríl 1916 á Seyðisfirði, d. 10. apríl 2001.
Fósturbarn Margrétar og Jóns Pálssonar:
10. Sigurður Grétar Karlsson frændi Margrétar, f. 5. ágúst 1932, d. 1. maí 1951.
Helga missti móður sína, er hún var tæpra sex ára.
Hún var með föður sínum og Margréti stjúpu sinni á Garðstöðum.
Þau Eðvald giftu sig 1938, eignuðust eitt barn, bjuggu á Garðstöðum 1940. Eðvald drukknaði 1942, er vélskipið Sæborg fórst.
Helga var matráðskona í Eyjum eftir lát Eðvalds, fluttist síðan að Hárlaugsstöðum í Ásahreppi í Rang. og gerðist ráðskona þar.
Síðan var hún ráðskona í Keflavík.
Þau Lúðvík giftu sig 1948, eignuðust eitt barn 1954. Þau bjuggu lengst á Hafnargötu 47 í Keflavík, síðan á Miðgarði 16 og þá á Aðalgötu 5.
Helga tók þátt í ýmsum félagasamtökum.
Síðustu ár Lúðvíks bjuggu þau á heimili aldraðra á Hlévangi í Reykjanesbæ og síðustu þrjú ár Helgu bjó hún á Garðvangi í Garði.
Lúðvík lést 2005 og Ágústa Helga 2008.
Ágústa Helga var tvígift.
I. Fyrri maður hennar, (7. október 1938), var Eðvald Valdórsson frá Reyðarfirði, sjómaður, vélstjóri, f. 10. ágúst 1912, d. 14. nóvember 1942.
Barn þeirra:
1. Ragnar Eðvaldsson bakarameistari í Keflavík, f. 6. nóvember 1940. Kona hans er Ásdís Guðrún Þorsteinsdóttir.
II. Síðari maður Helgu, (4. júlí 1948), var Guðmundur Lúðvík Jónsson bifreiðastjóri, síðar hafnarvörður í Keflavík, f. 15. ágúst 1916, d. 4. janúar 2005. Foreldrar hans voru Jón Kristinn Magnússon verkamaður, sjómaður í Keflavík, f. 1. júní 1892, d. 7. janúar 1969, og kona hans Halldóra Jónína Jósefsdóttir húsfreyja, f. 24. september 1894, d. 19. júlí 1966.
Barn þeirra:
2. Eðvald Jens Lúðvíksson slökkviliðsmaður í Keflavík, f. 25. júlí 1954. Kona hans Sigríður Sigurðardóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 12. mars 2008. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.