Brautarholt

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. júlí 2006 kl. 13:19 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. júlí 2006 kl. 13:19 eftir Daniel (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Húsið Brautarholt var portbyggt timburhús, byggt árið 1908 af Jóni Jónssyni frá Dölum, síðar sjúkrahúsráðsmanni, og stóð við Landagötu 3b. Jón var ævinlega kenndur við Brautarholt en hann andaðist í hárri elli og var síðustu æviár sín elsti borgari Vestmannaeyja. Húsið fór undir hraun.



Heimildir