Jakobína Jónsdóttir (Framtíð)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 12. september 2019 kl. 16:18 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. september 2019 kl. 16:18 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Steinunn ''Jakobína'' Jónsdóttir''' vinnukona á Hásteinsvegur|Hásteinsvegi 11, Framtíð]], síðar húsfreyja í Odda á Fáskrúðsfirði fæddist 29. desember 1915 og lés...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Steinunn Jakobína Jónsdóttir vinnukona á Hásteinsvegur|Hásteinsvegi 11, Framtíð]], síðar húsfreyja í Odda á Fáskrúðsfirði fæddist 29. desember 1915 og lést 5. febrúar 1999 á Sjúkrahúsinu í Neskaupstað.
Foreldrar hennar voru Jón Níelsson bóndi, f. 21. ágúst 1883, d. 24. apríl 1953, og kona hans Guðlaug Halldórsdóttir húsfreyja, síðast í Hafnarfirði, f. 18. september 1892, d. 2. júní 1984.

Börn Guðlaugar og Jóns í Eyjum voru:
1. Kristín Jónsdóttir húsfreyja á Hólnum, Landagötu 18, f. 9. nóvember 1911, d. 1. nóvember 1992.
2. Steinunn Jakobína Jónsdóttir vinnukona hjá Kristínu 1930, síðar húsfreyja í Odda á Fáskrúðsfirði, f. 29. desember 1915, d. 5. febrúar 1999.
3. Halldór Jónsson sjómaður, útgerðarmaður, f. 28. ágúst 1919, d. 17. maí 1982 í Eyjum.

Jakobína kom til Eyja 1930 og var skráð vinnukona hjá Kristínu systur sinni á því ári. Hún staldraði stutt við, var farin fyrir 1934.
Hún hélt til Fáskrúðsfjarðar, giftist Andrési 1941. Þau eignuðust fósturson, bjuggu í Odda í Fáskrúðsfirði.
Andrés lést 1969 og Jakobína 1999.

I. Maður Jakobínu, (10. maí 1941), var Andrés Sigurðsson járnsmiður, f. 15. september 1903, d. 13. febrúar 1969.
Fósturbarn þeirra:
1. Sigurður Elías Jakobsson, f. 20. nóvember 1947.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.