Sighvatur Bjarnason (Ási)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. júlí 2006 kl. 09:46 eftir Margret (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. júlí 2006 kl. 09:46 eftir Margret (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Sighvatur Bjarnason í Ási var fæddur á Stokkseyri 27 október. Hann ólst upp á Stokkseyri en flutti til Vestmannaeyja árið 1925, þá rúmlega tvítugur. Sighvatur var kvæntur Guðmundu Torfadóttur frá Hnífsdal, eignuðust þau 8 börn. Sighvatur lést árið 1975.

Sighvatur varð fljótt hann einn af aflasælustu skipsstjórum í Vestmannaeyjum. Hann varð einn af kunnustu síldarskipsstjórum landsins og oftar en einu sinni aflakóngur á vetrarvertíð. Sighvatur varð fyrstur til að vinna aflakóngstitilinn, eftir að fjölskylda Hannesar Lóðs gaf skipið árið 1953 til áhafnar á Erlingi III.

Sighvatur eignaðist sinn fyrsta bát árið 1926 og fylgdu fleiri á eftir. Sighvatur var gæfumaður í starfi og hlaut hina íslensku fálkaorðu fyrir björgun skips í sjávarháska. Sighvatur hætti til sjós 1959 og gerðist þá framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Sighvatur var framkvæmdastjóri þar í fjöldamörg ár, meðal annars gosárið 1973, en þá fluttist hann búferlum í verbúðir Vinnslustöðvarinnar og bjuggu hann og Guðmunda, kona hans, þar nær allt gostímabilið.


Heimildir