Jónína Guðný Þorgrímsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 10. ágúst 2019 kl. 14:24 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. ágúst 2019 kl. 14:24 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Jónína Guðný Þorgrímsdóttir. '''Jónína Guðný Þorgrímsdóttir''' frá Raufarfelli u. Eyjafjöllum, húsfreyja fæddis...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Jónína Guðný Þorgrímsdóttir.

Jónína Guðný Þorgrímsdóttir frá Raufarfelli u. Eyjafjöllum, húsfreyja fæddist 9. mars 1913 í Ysta-Bæli u. Eyjafjöllum og lést 24. nóvember 2002 á Hrafnistu í Hafnarfirði, jarðsett í Eyvindarhólakirkjugarði.
Foreldrar hennar voru Þorgrímur Þorvaldsson Björnssonar bóndi í Ysta-Bæli og síðan á Raufarfelli, f. 23. nóvember 1886 í Brennu u. V-Eyjafjöllum, d. 3. febrúar 1953, og kona hans Guðfinna Runólfsdóttir húsfreyja, f. 26. janúar 1883 í Hörglandskoti á Síðu, V-Skaft., d. 10. september 1950.

Jónína var með foreldrum sínum á Raufarfelli 1920.
Hún giftist Tómasi og bjó á Raufarfelli, eignaðist eitt barn.
Tómas lést 1970.
Jónína fluttist til Lilju dóttur sinnar að Illugagötu 23 1973. Þau Óskar byggðu við hús sitt herbergi fyrir hana og þar bjó hún. Hún vann í Hraunbúðum, uns hún fluttist þangað til dvalar. Síðan fluttist hún á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þar lést hún 2002.

I. Maður Jónínu var Tómas Guðjónsson bóndi á Raufarfelli, f. 9. mars 1899 á Raufarfelli, d. 11. maí 1970. Foreldrar hans voru Guðjón Tómasson, f. 19. ágúst 1869, d. 5. desember 1915, og kona hans Ingveldur Jónsdóttir húsfreyja, síðar í Selkoti, f. 10. desember 1871, d. 1. apríl 1964.
Barn þeirra:
1. Guðfinna Lilja Tómasdóttir húsfreyja, f. 30. mars 1943.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.