Gunnar Marel Jónsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 7. júlí 2006 kl. 13:40 eftir Margret (spjall | framlög) Útgáfa frá 7. júlí 2006 kl. 13:40 eftir Margret (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Gunnar Marel Jónsson fæddist 6. janúar 1891 og lést 7. maí 1979. Hann flutti til Vestmannaeyja þegar hann var tvítugur. Á veturna stundaði Gunnar sjómennsku en hann vann við smíðar á sumrin.

Gunnar Marel er þó líklega þekktastur fyrir störf sín í skipasmíði og störf hans fyrir Dráttarbraut Vestmannaeyja en þar var hann forstöðumaður frá 1925-1958. Eftir það hafði hann yfirumsjón með allri smíðavinnu til ársins 1968. Gunnar var sæmdur riddarakrossi fálkaorðunnar árið 1940 fyrir störf sín.

Árið 1914 kvæntist Gunnar Sigurlaugu Pálsdóttur en hún lést árið 1976. Bjuggu þau lengst af í Brúarhúsi sem stóð á horni Vestmannabrautar og Heimagötu. Það fór undir hraun í gosinu 1973.


Heimildir

  • Sjómannadagsblað Vestmannaeyja, 1979.