Erla Þóroddsdóttir (Ekru)
Erla Bryndís Þóroddsdóttir frá Ekru, húsfreyja, verslunarmaður fæddist 17. maí 1932 í Víðidal.
Foreldrar hennar voru Þóroddur Ólafsson frá Dalseli u. V-Eyjafjöllum, vélstjóri, útgerðarmaður, f. 1. júní 1900, d. 16. maí 1989, og kona hans Bjargey Steingrímsdóttir frá Akureyri, húsfreyja, f. 13. ágúst 1909, d. 29. október 1986.
Börn Bjargeyjar og Þórodds:
1. Erla Bryndís Þóroddsdóttir húsfreyja, f. 17. maí 1932 í Víðidal.
2. Andvana stúlka, f. 24. júní 1942 á Bakkastíg 8, Stóra Gjábakka.
3. Sigríður Þóroddsdóttir húsfreyja, f. 8. september 1943 á Ekru, Urðavegi 20.
Erla var með foreldrum sínum í æsku, með þeim í Víðidal, í Stakkagerði 1934, á Bakkastíg 8, Stóra Gjábakka 1940, á Ekru 1945, eignaðist Þórodd þar 1953.
Hún vann verslunarstörf, giftist Stefáni Gunnari 1953. Þau bjuggu á Ekru, Urðavegi 20 við fæðingu Þórodds á því ári, voru síðan tvö ár í Steinum, en fluttu á Hólagötu 47 1958 og bjuggu þar til Goss og eftir Gosið, en fluttust til Kópavogs 1980, bjuggu á Engihjalla 19, uns þau fluttu í Hraunbæ 108 1990.
I. Maður Erlu Bryndísar, (23. maí 1953), er Stefán Gunnar Stefánsson frá Akureyri, sjómaður, f. 27. júlí 1932.
Börn þeirra:
1. Þóroddur Stefánsson verslunarmaður, fjármálamaður, f. 4. febrúar 1953 á Ekru. Kona hans var Ásgerður Garðarsdóttir, látin.
2. Bjargey Stefánsdóttir húsfreyja, snyrtifræðingur, f. 4. mars 1959 að Hólagötu 47. Maður hennar er Gunnar Már Andrésson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Erla og Stefán Gunnar.
- Íslendingabók.is.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.