Guðlaug Einarsdóttir (Ásnesi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. janúar 2019 kl. 19:52 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. janúar 2019 kl. 19:52 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Guðlaug Einarsdóttir''' frá Stóra-Nýjabæ í Krýsuvík, húsfreyja á Þórkötlustöðum í Grindavík, síðar í dvöl í Eyjum fæddist 28. september 1843 og lést 20. se...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðlaug Einarsdóttir frá Stóra-Nýjabæ í Krýsuvík, húsfreyja á Þórkötlustöðum í Grindavík, síðar í dvöl í Eyjum fæddist 28. september 1843 og lést 20. september 1938 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Einar Sæmundsson úr Biskupstungum, bóndi, f. 7. október 1807, d. 16. febrúar 1885, og kona hans Guðlaug Þórarinsdóttir frá Iðu í Árn., húsfreyja, f. 1812.

Guðlaug var með foreldrum sínum í æsku, var gift kona og húsfreyja á Þórkötlustöðum í Grindavík 1880 með Guðmundi bónda og sjómanni og syninum Jóni Ágústi, sama 1890 með Jóni Ágústi, Helga og Einarínu.
Guðmundur lést 1894. Guðlaug flutti frá Grindavík til Reykjavíkur 1906, bjó þar á Njálsgötu 13A með Einarínu 1910 og Helgi sonur hennar var sjómaður á sama stað. Hún hafði þá eignast sjö börn og misst fjögur.
Guðlaug fluttist úr Reykjavík til Ágústs sonar síns í Birtingarholti 1920 og dvaldi hjá honum til dánardægurs 1938.

I. Maður Guðlaugar, (1876), var Guðmundur Jónsson bóndi, sjómaður, útgerðarmaður, f. 14. nóvember 1847, d. 13. mars 1894.
Börn þeirra hér:
1. Jón Ágúst Guðmundsson útgerðarmaður, fiskimatsmaður, f. 1. ágúst 1878, d. 18. mars 1967.
2. Helgi Guðmundsson sjómaður, verkamaður, f. 8. október 1881, d. 30. mars 1937.
3. Einarína Guðmundsdóttir verslunarmaður, kennari, f. 11. janúar 1885, d. 30. janúar 1965.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.