Guðný Eyjólfsdóttir (Lundi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 30. nóvember 2018 kl. 22:02 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. nóvember 2018 kl. 22:02 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Guðný Jóhanna Eyjólfsdóttir''' frá Hrútafelli u. Eyjafjöllum, húsfreyja, verkakona fæddist 10. júlí 1936.<br> Foreldrar hennar voru Eyjólfur Þorsteinsson bóndi, f. 2...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðný Jóhanna Eyjólfsdóttir frá Hrútafelli u. Eyjafjöllum, húsfreyja, verkakona fæddist 10. júlí 1936.
Foreldrar hennar voru Eyjólfur Þorsteinsson bóndi, f. 25. júlí 1892, d. 17. september 1973, og kona hans Helga Ólafsdóttir frá Skarðshlíð, húsfreyja, f. 11. mars 1901, d. 8. nóvember 1977.

Bróðir Helgu var Jón Ólafsson útgerðarmaður á Hólmi, f. 7. mars 1892, d. 21. desember 1946.
Ólafur Jónsson bóndi í Skarðshlíð, faðir Helgu og Jóns á Hómi, og Sveinn Jónsson bóndi í Selkoti, faðir Hjörleifs í Skálholti, Tómasar Sveinssonar á Faxastíg 15 og Sigfúsar Sveinssonar á Kirkjubæjarbraut 8 voru bræður.

Guðný var með foreldrum sínum í æsku.
Hún fluttist til Eyja 1955, fiskverkakona hjá Ísfélaginu.
Þau Sveinn giftu sig 1956, eignuðust þrjú börn, bjuggu fyrst á Lundi, en síðan á Höfðavegi 32 til Goss 1973. Þau fluttust til Eyja eftir Gos, en bjuggu þar aðeins nokkra mánuði, sneru síðan á Selfoss og hafa búið þar síðan, fyrst í leiguhúsnæði. Þau byggðu Laufhaga 7 og hafa búið þar frá 1976.
Guðný vann við kjötvinnslu hjá versluninni Höfn.

I. Maður Guðnýjar, (10. nóvember 1956), er Sveinn Þórarinsson vélvirki, vélstjóri, f. 10. nóvember 1935 á Borgareyri í Mjóafirði eystri.
Börn þeirra:
1. Steinunn Sveinsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður hjá Námsgagnastofnun, f. 8. febrúar 1957 í Eyjum. Maður hennar er Eyjólfur Karlsson.
2. Helga Margrét Sveinsdóttir húsfreyja, bókhaldari, f. 20. maí 1959 á Lundi. Maður hennar er Robert McKeen.
3. Linda Dögg Sveinsdóttir húsfreyja, kennari á Selfossi, f. 6. júní 1974. Maður hennar er Árni Þór Guðjónsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.