Ástríður Hallgrímsdóttir (Þingeyri)
Ástríður Halldóra Hallgrímsdóttir frá Þingeyri, húsfreyja fæddist 25. september 1924 á Grímsstöðum og lést 21. september 2010 á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Hallgrímur Guðjónsson frá Sandfelli, skipstjóri, f. 8. maí 1894 á Moldnúpi u. Eyjafjöllum, drukknaði 24. ágúst 1925, og síðari kona hans Vilhelmína Jónasdóttir, húsfreyja á Þingeyri og Hæli, f. 6. júlí 1902, d. 31. maí 1966.
Barn Vilhelmínu og Einars Jósefssonar Reynis var
1. Ragnheiður Einarsdóttir Reynis húsfreyja, hjúkrunarfræðingur í Reykjavík, f. 30. júní 1929 á Þingeyri, d. 16. júlí 2002.
Börn Hallgríms og Ástríðar Jónasdóttur fyrri konu hans voru:
2. Jóna Laufey Hallgrímsdóttir húsfreyja, verslunarmaður í Reykjavík, f. 6. mars 1920 í Sætúni, d. 24. febrúar 2011.
3. Júlíus Vilhelm Hallgrímsson sjómaður, netagerðarmaður í Eyjum, f. 20. ágúst 1921 í Sætúni, d. 20. mars 2011.
Ástríður var með foreldrum sínum skamma stund, en faðir hennar drukknaði, er hún var á fyrsta árinu. Hún var með móður sinni og Marsibil ömmu sinni, var vinnukona hjá Sigurlaugu Guðnadóttur og Þorsteini Steinssyni á Ásavegi 14 1940.
Þau Kai giftu sig 1949, eignuðust ekki börn. Þau bjuggu á Strandvegi 39 við giftingu, á Steinsstöðum síðar á því ári, seinna í Reykjavík.
Kai lést 1968 og Ástríður lést á elliheimilinu Eir 2010.
I. Maður Ástríðar Halldóru, (4. júní 1949), var Kai Ólafsson Sigurðsson, þá fógetaritari, síðar skrifstofumaður í Reykjavík, f. 25. ágúst 1921, d. 28. september 1968.
Þau voru barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 6. nóvember 2010
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.