Jónína Guðný Helgadóttir (Dalbæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 29. október 2018 kl. 17:46 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 29. október 2018 kl. 17:46 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Jónína Guðný Helgadóttir''' frá Dalbæ, húsfreyja fæddist þar 27. janúar 1909 og lést 25. september 1999 á Selfossi.<br> Foreldrar hennar voru Ritverk Á...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jónína Guðný Helgadóttir frá Dalbæ, húsfreyja fæddist þar 27. janúar 1909 og lést 25. september 1999 á Selfossi.
Foreldrar hennar voru Helgi Guðmundsson bóndi, útgerðarmaður og formaður í Dalbæ, f. 9. júlí 1870 í Steinasókn undir Eyjafjöllum, d. 11. mars 1924, og kona hans Þóra Jónsdóttir, f. 17. júní 1868 í Mýrdal, d. 11. mars 1965.

Börn Þóru og Helga voru:
1. Guðjón, f. 6. nóvember 1894 á Vestdalseyri við Seyðisfjörð, d. í mars 1918, fórst með flutningaskipinu Rigmor.
2. Rannveig Jóhanna Helgadóttir, f. 3. febrúar 1898 á Vestdalseyri, d. 22. apríl 1956, gift Óskari Bjarnasen.
3. Margrét Helgadóttir, f. 10. október 1902 í Eyjum, d. 16. júní 1916.
4. Jónína Guðný Helgadóttir, f. 27. janúar 1909 í Eyjum, d. 25. september 1999, gift Guðmundi Ketilssyni.

Jónína var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Guðmundur giftu sig 1935, eignuðust þrjú börn, bjuggu á Fífilgötu 2, en fluttust til Stokkseyrar 1946 og þaðan til Selfoss. Þau byggðu hús við Smáratún 4 og bjuggu þar síðan.
Guðmundur lést 1981 og Jónína Guðrún 1999.

I. Maður Jónínu Guðnýjar, (18. maí 1935), var Guðmundur Ketilsson frá Stokkseyri, sjómaður, vélstjóri, útgerðarmaður, f. 13. mars 1902, d. 21. ágúst 1981.
Börn þeirra:
1. Helgi Guðmundsson, f. 19. maí 1936 á Fífilgötu 2.
2. Þórhildur Margrét Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 3. nóvember 1937 á Fífilgötu 2.
3. Viktoría Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 10. mars 1941 á Fífilgötu 2.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.