Þórhildur Margrét Guðmundsdóttir

Þórhildur Margrét Guðmundsdóttir húsfreyja, fiskverkakona, matráður, fæddist 3. nóvember 1937 og lést 22. janúar 2025.
Foreldrar hennar Guðmundur Ketilsson sjómaður, vélstjóri, útgerðarmaður, f. 13. mars 1902, d. 21. ágúst 1981, og kona hans Jónína Guðný Helgadóttir húsfreyja, f. 27. janúar 1909, d. 25. september 1999.
Þau Páll giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Kópavogi og á Stokkseyri.
I. Maður Þórhildar Margrétar var Páll Sigurgeirsson bifvélavirkjameistari, f. 10. desember 1930, d. 15. febrúar 2019. Foreldrar hans Sigurlín Jónsdóttir, f. 8. maí 1889, d. 14. ágúst 1968, og Sigurgeir Sigurðsson, f. 23. mars 1882, d. 12. ágúst 1934.
Börn þeirra:
1. Guðjón Þór Pálsson, f. 24. desember 1958.
2. Sigurgeir Pálsson, f. 31. júlí 1962.
3. Anna Dóra Pálsdóttir, f. 7. júlí 1964.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið. Minning.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.