Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1958/ Ási í bæ: Í verum
- 1.
- 1.
- Áður var nóg af síld í sænum
- sunnan frá Gerpi að Skagatá.
- Þá var nú fjör í fiskibænum,
- flogizt og sopið á.
- Braskarar voru þá fljótir að fitna,
- fengu stelipurnar meira en nóg —
- nú er sko orðin öldin önnur,
- ekki fæst bein úr sjó!
- Áður var nóg af síld í sænum
- Gefi nú góðan byr
- og glannaleg síldarköst,
- svo koppurinn fyllist
- og kapteinninn tryllist
- og kraumi í blárri röst.
- Svo höldum við hafnar til
- og heilsum með gleðibrag
- þeim lífsglöðu meyjum
- sem löngum við þreyjum
- og létta okkur strangan dag.
- Gefi nú góðan byr
- 2.
- 2.
- En léleg var híran, þótt lengi við biðum
- lukkunnar stóru norður þar, —
- en svellandi er úti á síldarmiðum,
- er sólin hnígur í mar.
- Drekka þar saman rennandi rauðvín
- ránardætur og himinský —
- Í bröggunum slelpurnar buðu uppá kaffi
- — og brjóstin sín ung og hlý.
- En léleg var híran, þótt lengi við biðum
- Gefi nú góðan byr
- — æ, gráttu ekki ástin mín,
- þó ég sé á förum
- frá freistandi vörum;
- í fjarska ég minnist þín.
- Svo siglum við suður á land,
- því síldin er komin þar. —
- Og braskarar mætast,
- og bytturnar kætast
- og berjast, um stelpurnar.
- Gefi nú góðan byr
- 3.
- 3.
- Í Grindavík drukkum við daga og nætur,
- ef dokað var inni og veður höst.
- Þar voru heiðvirðar heimasætur,
- hræddar við eftirköst.
- En fjalladöggin sú fagurbláa
- fýldu hjörtunum kom í lag —
- og gellandi rakkarnir gáfu til kynna
- göfugan sveitarbrag.
- Í Grindavík drukkum við daga og nætur,
- Gefi nú góðan byr
- og gráðuga síld í nótt,
- svo koppurinn fyllist
- og kapteinninn tryllist
- og kokksa dreymi rótt.
- Svo höldum við hafnar til
- hreistraðir uppfyrir haus.
- Þótt sjóði á keipum
- og syngi í reipum,
- er sjóarinn óttalaus.
- Gefi nú góðan byr
- 4.
- 4.
- Að síðustu lentum við út í Eyjar,
- oft er þar garri og sjávarrót.
- Þar eru glettnar glæsimeyjar,
- sem gefa okkur undir fót.
- Um eftirköstin þær aldrei hugsa,
- því ástin er þeim hjartans geim.
- Fyrst stígum við dansinn stundarlengi
- og stingum svo af með þeim.
- Að síðustu lentum við út í Eyjar,
- Gefi nú góðan byr,
- af glitrandi þorski nóg,
- svo koppurinn fyllist
- og kapteinninn tryllist
- og kraumi í grænum sjó.
- Svo höldum við hafnar til
- og heilsum með gleðibrag
- þeim lífsglöðu meyjum,
- já, lífinu í Eyjum,
- sem lifum við nú í dag.
- Gefi nú góðan byr,
- 5.
- 5.
- Úr suðrinu fljúga sólskinsdagar.
- Sumarið heilsar um strönd og ver.
- Lifna þá aftur landsins hagar
- og lífið í brjósti mér.
- Ungir við leitum æfintýra
- á ólgandi veraldarrútunni,
- þar til að endingu loks við lendum
- á lífstíðarskútunni!
- Úr suðrinu fljúga sólskinsdagar.
- Gefi þá góðan byr
- og glannaleg ástarköst,
- þó kerlingin argi
- og krakkarnir gargi
- og kraumi í hjónabandsröst.
- Stýrum því strikið inn
- og stefnum til betri hags,
- þótt sjóði á keipum
- og syngi í reipum
- til síðasta lokadags.
- Gefi þá góðan byr